Ferill 631. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1212  —  631. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni um Farice ehf.


     1.      Hefur Farice ehf. gert lánasamninga við íslenska ríkið eða stofnanir þess? Ef svo er, er óskað eftir upplýsingum um fjárhæðir þeirra, lánstíma, stöðu lána í dag og til hve langs tíma eftirstöðvar eru.
    Nei, félagið hefur ekki gert lánasamninga við íslenska ríkið eða stofnanir þess.

     2.      Hver er staða ábyrgða ríkissjóðs gagnvart skuldbindingum Farice ehf. eftir gjaldmiðlum?
    31. desember 2014:
    –        5.638.220.620 kr.
    –        9.780.294 evrur .

     3.      Hvernig hafa ríkisábyrgðir til félagsins þróast árlega frá upphafi í íslenskum krónum?
    Þróun ríkisábyrgða eftir lagningu Danice-strengsins og endurfjármögnun félagsins sem lauk í desember 2010 er eftirfarandi:
    –        2010 5,3 milljarðar kr., 12,1 milljón evra.
    –        2011 5,5 milljarðar kr., 12,1 milljón evra.
    –        2012 5,6 milljarðar kr., 11,7 milljónir evra.
    –        2013 5,7 milljarðar kr., 11,2 milljónir evra.
    –        2014 5,6 milljarðar kr., 9,8 milljónir evra.

     4.      Hvenær er gert ráð fyrir að lán Farice ehf. verði að fullu greidd miðað við núgildandi skilmála og væntingar um afkomu?
    Gert er ráð fyrir að öll lán félagsins, önnur en skuldabréfaflokkur, verði greidd upp fyrir mitt ár 2018. Skuldabréfaflokkurinn, sem er verðtryggður í íslenskum krónum með 5,5% vöxtum, greiðist á næstu 19–20 árum og er síðasti gjalddagi á árinu 2034. Samkvæmt lánaskilmálum er möguleiki á uppgreiðslu flokksins í apríl 2019 og ef sú heimild verður nýtt og skuldabréfaflokkurinn endurfjármagnaður gæti ábyrgð ríkissjóðs fallið út.

     5.      Hvernig er verðlagningu háttað hjá Farice ehf. í samanburði við verðlagningu á sömu eða sambærilegri þjónustu erlendis?
    Opinberar verðskrár gefa litla vísbendingu um raunverulega verðlagningu og því erfitt um vik að staðhæfa nokkuð um samanburð á verðlagningu. Sæstrengir eru hins vegar mun dýrari en ljósleiðarar á landi og því ekki óeðlilegt að þjónusta Farice sé dýrari. Félagið leggur sig fram um að koma til móts við óskir viðskiptavina innan þess ramma sem félaginu er fært og í flestum tilvikum hefur náðst niðurstaða.

     6.      Hver hafa árleg framlög fjarskiptasjóðs til félagsins verið?
    –        2012 356,3 millj. kr.
    –        2013 418,6 millj. kr.
    –        2014 396,9 millj. kr.
    –        2015 390,0 millj. kr. (ógreitt)

     7.      Til hve langs tíma þarf þjónustusamningur fyrirtækisins við ríkið að vera miðað við núverandi ákvæði hans þangað til fyrirtækið verður sjálfbært?
    Miðað við áætlanir félagsins þarf þjónustusamning til ársins 2018.

     8.      Hvað hafa íslensk stjórnvöld gert til að laða að fjárfestingu annarra aðila en Farice ehf. í lagningu sæstrengja til Íslands? Hvernig metur ráðherra stöðu þeirra mála í dag?

    Lagning Farice-strengsins og síðar Danice var gerð til að tryggja öryggi fjarskipta milli Íslands og umheimsins. Stjórnvöld komu að þeirri uppbyggingu með eignarhlut í félagi sem stofnað var um það verkefni en það var að öðru leyti í eigu símafyrirtækja og orkufyrirtækja. Ákvarðanir um frekari uppbyggingu gagnatenginga eru háðar því að fjárfestar meti slíkar fjárfestingar arðbærar. Stjórnvöld hafa hins vegar á undanförnum árum unnið að því að gera tilteknar breytingar á um­hverfi gagnaveraiðnaðar þannig að það verði betur til þess fallið að laða að frekari uppbyggingu í greininni og auka eftirspurn eftir gagnaflutningum.