Ferill 613. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Prentað upp.

Þingskjal 1219  —  613. mál.
Leiðréttur texti.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni
um fjölmiðla- og lögfræðiráðgjöf vegna svokallaðs lekamáls.


     1.      Hvenær var ráðuneytinu veitt fjölmiðlaráðgjöf af hálfu Argus markaðsstofu árið 2014, sundurliðað eftir dagsetningum?
    Fjölmiðlaráðgjöf Argus markaðsstofu var veitt í nokkur skipti árið 2014, fyrst á tímabilinu febrúar til apríl og síðan september til nóvember. Dagsetningar reikninga ráðgjafarinnar eru 8. febrúar, 8. mars, 27. mars, 25. apríl, 20. september, 20. október og 18. nóvember.

     2.      Hvað fólst í þeirri fjölmiðlaráðgjöf, sundurliðað eftir efni og formi ráðgjafar?
    Ráðgjöf var veitt á sviði almannatengsla og kynningarmála, einkum vegna mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum um meðferð persónuupplýsinga á þessum tíma.

     3.      Hver var heildarkostn­aður ráðuneytisins við fjölmiðlaráðgjöf Argus markaðsstofu, sundurliðað eftir útgefnum reikningum?
    Heildarkostn­aður nam 2.394.300 kr. Í eftirfarandi töflu er að finna sundurliðun á kostnaði samkvæmt upplýsingum á reikningum.

Sundurliðaður kostn­aður við fjölmiðlaráðgjöf Argus 2014.

Dagsetning reikninga Upphæð í kr.
8. febrúar 2014 279.000
8. mars 2014 669.600
27. mars 2014 502.200
25. apríl 2014 418.500
20. september 2014 175.000
20. október 2014 175.000
18. nóvember 2014 175.000

     4.      Hvenær var ráðuneytinu veitt lögfræðileg ráðgjöf af hálfu LEX lögmannsstofu árið 2014, sundurliðað eftir dagsetningum?
    Ráðgjöf frá LEX lögmannsstofu var veitt annars vegar í apríl og hins vegar í ágúst 2014. Reikningar eru dagsettir 30. apríl og 31. ágúst.

     5.      Hvað fólst í þeirri lögfræðilegu ráðgjöf, sundurliðað eftir efni og formi ráðgjafar?
    Ráðgjöf LEX var veitt ráðuneytinu vegna kæru á hendur ráðuneytinu og ráðherra um meðferð persónuupplýsinga. Ráðgjöfin var bæði munnleg og skrifleg. Ráðgjöfin sneri annars vegar að frumgreiningu LEX á því hvort umfjöllun fjölmiðla gæfi tilefni til höfðunar meiðyrðamáls eða annarra úrræða. Í kjölfarið tók aðstoðarmaður ráðherra ákvörðun um höfðun meiðyrðamáls og bar sjálfur kostnað af því máli. Hins vegar sneri ráðgjöfin að réttarstöðu sakborninga og vitna á rannsóknarstigi máls samkvæmt lögum um meðferð sakamála, m.a. um skyldu til að mæta til skýrslutöku, rétt til að hafa lögmann viðstaddan, aðgang að gögnum og skyldu til að svara spurningum.

     6.      Hver var heildarkostn­aður ráðuneytisins við lögfræðilega ráðgjöf LEX lögmannsstofu, sundurliðað eftir útgefnum reikningum?
    Heildarkostn­aður nam 859.825 kr. Í eftirfarandi töflu er að finna sundurliðun á kostnaði samkvæmt upplýsingum á reikningum.

Sundurliðaður kostn­aður við lögfræðilega
ráðgjöf LEX lögmannsstofu 2014.

Dagsetning reikninga Upphæð í kr.
30. apríl 2014 504.375
31. ágúst 2014 355.450