Ferill 4. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1237  —  4. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breyting á lögum um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir,
nr. 46 13. maí 2005 (EES-reglur, innleiðing).


Frá efnahags- og viðskiptanefnd.     1.      Orðin „Fjárfestingarsjóður Evrópu“ í b-lið 1. gr. falli brott.
     2.      Við 2. gr.
              a.      Á eftir a-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Á eftir 2. tölul. koma tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
                3.     Lítið fyrirtæki: Fyrirtæki sem er með færri en 50 starfsmenn og árlega veltu og/ eða efnahagsreikning undir 1,5 milljörðum kr., sbr. leiðbeinandi reglur Eftirlitsstofnunar EFTA um aðstoð við örfyrirtæki, lítil og meðalstór fyrirtæki.
                4.     Neytandi: Einstaklingur sem á lánaviðskipti enda séu þau ekki gerð í atvinnuskyni af hans hálfu.
              b.      Inngangsmálsliður b-liðar orðast svo: 6. og 7. tölul., sem verða 8. og 9. tölul., orðast svo.
              c.      C-liður orðast svo: Á eftir 8. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Skuldakrafa: Fjárhagsleg krafa sem hefur orðið til á grundvelli samnings þegar lánastofnun veitir fyrirgreiðslu í formi láns. Lán veitt neytanda, örfyrirtæki eða litlu fyrirtæki í skilningi laga þessara falla ekki undir skuldakröfur nema þegar tryggingarhafi eða tryggingarveitandi eru ein þeirra stofnana sem taldar eru upp í 2. tölul. 1. gr.
              d.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Örfyrirtæki: Fyrirtæki sem er með færri en 10 starfsmenn og árlega veltu og/eða efnahagsreikning undir 300 millj. kr.