Ferill 734. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1250  —  734. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


1.      Hversu margir styrkir hafa verið veittir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, sundurliðað eftir styrkþegum og fjárhæðum styrkja?
2.      Hvernig er eftirliti með nýtingu styrkjanna háttað?
3.      Eru dæmi um að verkefni hafi hlotið styrki úr sjóðnum oftar en einu sinni og ef svo er, hvaða verkefni?
4.      Hefur ráðherra staðið fyrir mati á framkvæmd laga um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða líkt og kveðið er á um í ákvæði til bráðabirgða I í lögunum?


Skriflegt svar óskast.