Ferill 743. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1265  —  743. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um takmörkun á launagreiðslum ljósmæðra.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Af hverjum og hvenær var ákvörðun um að takmarka launagreiðslur ljósmæðra tekin, af hverjum var hún studd og hverjir hefðu getað komið í veg fyrir eða takmarkað þessa miklu skerðingu á launagreiðslum?
     2.      Hvað voru launaskerðingarnar miklar og á grundvelli hvaða laga, reglna, reglugerða eða annarra réttarheimilda voru launagreiðslurnar takmarkaðar í hverju tilfelli fyrir sig?
     3.      Hvernig og hvenær geta ljósmæður sótt þessi laun sín til ríkisféhirðis? Leggjast vextir á laun sem haldið var eftir og mun ríkið hafa frumkvæði að því að bæta ljósmæðrum skaðann sem af þessum aðgerðum hlýst fyrir fjárhag heimilis þeirra?


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.

    Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir í fréttum í Ríkisútvarpinu í dag, 5. maí 2015, að Fjársýsla ríkisins hafi haldið eftir 60% af launum ljósmæðra um mánaðamótin þó að þær hafi einungis verið tvo daga í verkfalli. Jafnvel þær sem höfðu unnið alla vinnuskylduna hafi ekki fengið laun. Laun fyrir tvo mánuði hafi verið dregin af þeim ljósmæðrum sem eru á fyrir fram greiddum launum. Ein þeirra hafi fengið launaseðil upp á mínus 25 þús. kr.