Ferill 207. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1269  —  207. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um úrskurðarnefnd velferðarmála.

Frá meiri hluta velferðarnefndar (BN, ÁsF, ELA, HBK, PJP).


1.      Fyrri málsliður 1. gr. orðist svo: Úrskurðarnefnd velferðarmála skal úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum sem kveða á um málskot til nefndarinnar.
2.      Við 2. gr.
     a.      Í stað orðsins „níu“ í 1. málsl. komi: tólf.
     b.      Í stað orðanna „tvo varaformenn“ í 1. málsl. 1. tölul. komi: þrjá nefndarmenn.
     c.      Í stað orðsins „sex“ í 1. málsl. 3. tölul. komi: átta.
     d.      Í stað orðanna „og einn skal vera læknir“ í 2. málsl. 3. tölul. komi: einn skal vera læknir og einn skal hafa sérþekkingu á sviði barnaverndarmála.
3.      Við 3. gr.
     a.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Úrskurðarnefndin skal starfa í fjórum þriggja manna deildum.
     b.      Í stað orðanna „eigi sæti“ í 4. málsl. 2. mgr. komi: eigi hverju sinni sæti.
     c.      5. málsl. 2. mgr. orðist svo: Formaður eða nefndarmaður sem skipaður er í fullt starf skv. 1. tölul. 2. gr. stýrir störfum nefndarinnar við umfjöllun máls.
4.      Við 4. gr.
     a.      Við bætist ný málsgrein er verði 1. mgr., svohljóðandi:
                 Um vinnslu nefndarmanna og starfsmanna og ráðgjafa nefndarinnar á persónuupplýsingum fer samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Vernd persónuupplýsinga.
5.      2. mgr. 5. gr. falli brott.
6.      Orðin „eða beiðni um úrskurð eða álit nefndarinnar“ í 6. gr. falli brott.
7.      Við 7. gr.
     a.      Orðin „eða gefur álit í ágreiningsmáli“ í 2. mgr. falli brott.
     b.      Orðin „eða gefa álit“, „eða álitsbeiðandi“ og „eða álits“ í 3. mgr. falli brott.
     c.      Í stað orðanna „Úrskurðir og álit nefndarinnar eru endanleg“ í 4. mgr. komi: Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir.
8.      Í stað orðanna „ef sérstakar ástæður mæla með því“ í síðari málslið 1. mgr. 8. gr. komi: meðan kæra er til meðferðar þar sem ástæður mæla með því.
9.      9. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:

             Birting úrskurða. Ársskýrsla.

         Nefndin skal birta úrskurði sína með aðgengilegum og skipulegum hætti. Þeir skulu birtir án nafna, kennitalna og annarra persónugreinanlegra auðkenna. Heimilt er að undanskilja úrskurði birtingu ef sérstök vandkvæði eru á að tryggja persónuvernd.
         Nefndin skal árlega skila ráðherra skýrslu um störf sín og helstu niðurstöður og ályktanir sem draga má af úrskurðum nefndarinnar.
10.      Í stað orðanna „og birtingu úrskurða og álita“ í 1. mgr. 11. gr. komi: birtingu úrskurða og efni ársskýrslu.
11.      Í stað ártalsins „2015“ í 12. gr. komi: 2016.
12.      3.–5. tölul. 13. gr. falli brott.
13.      Við ákvæði til bráðabirgða II.
                  a.      Á eftir 1. málsl. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála skal þó ljúka öllum málum sem bárust nefndinni fyrir 1. janúar 2015.
                  b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er þó að framlengja skipunartíma kærunefndar greiðsluaðlögunarmála um allt að tólf mánuði frá gildistöku laga þessara.