Ferill 322. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1271  —  322. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007,
með síðari breytingum (markmið, stjórnsýsla og almenn ákvæði).


Frá meiri hluta velferðarnefndar (BN, ÁsF, ELA, HBK, PJP).



     1.      2. mgr. c-liðar 2. gr. (10. gr.) falli brott.
     2.      Við 3. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Á eftir orðunum „samkvæmt lögum þessum“ í 3. og 4. mgr. kemur: lögum um slysatryggingar almannatrygginga.
     3.      A-liður 9. gr. orðist svo: 1.–4. mgr. orðast svo:
             Enginn getur samtímis notið fleiri en einnar teg­undar greiddra bóta samkvæmt lögum þessum og lögum um slysatryggingar almannatrygginga vegna sama atviks eða fyrir sama tímabil nema annað sé þar sérstaklega tekið fram. Þó getur lífeyrisþegi samhliða lífeyrisgreiðslum notið bóta og styrkja sem er ætlað að mæta útlögðum kostnaði vegna sama atviks.
             Eigi greiðsluþegi rétt á fleiri teg­undum bóta en einni samkvæmt lögum þessum eða lögum um slysatryggingar almannatrygginga sem ekki geta farið saman skal greiða honum hærri eða hæstu bæturnar.
             Njóti einstaklingur bóta samkvæmt öðrum lögum fyrir sama tímabil og bætur eru greiddar samkvæmt þessum lögum skulu þær teljast til tekna við útreikning tekjutengdra bóta samkvæmt nánari ákvæðum laga þessara.
             Hafi lífeyrisþegi þegar fengið greiddan lífeyri samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga skal taka tillit til þess við útreikning örorkulífeyris vegna almennrar örorku fyrir sama tímabil.
     4.      1. og 2. málsl. a-liðar 16. gr. orðist svo: Nú afplánar lífeyrisþegi refsingu í fangelsi eða kemur sér viljandi undan því að afplána refsingu og skulu þá falla niður allar bætur til hans, sbr. 53. gr. Sæti lífeyrisþegi gæsluvarðhaldi eða sé hann á annan hátt úrskurðaður til dvalar á stofnun skulu falla niður allar bætur til hans eftir fjögurra mánaða samfellt gæsluvarðhald eða dvöl.
     5.      24. gr. falli brott.
     6.      25. gr. orðist svo:
             Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2016.
     7.      B-liður 2. tölul. og 3. tölul. 26. gr. falli brott.