Ferill 753. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1315  —  753. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna heyrnartækja.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


1.      Hvaða skilyrði gilda um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna heyrnartækja og annarra hjálpartækja vegna heyrnarskerðingar og hversu mikil er hún í einstökum tilvikum?
2.      Hver hafa útgjöld sjúkratrygginga verið vegna heyrnartækja og annarra hjálpartækja vegna heyrnarskerðingar frá árinu 2000? Svar óskast sundurliðað eftir útgjöldum hvers árs og hvort um lífeyrisþega er að ræða.
3.      Hversu mikil hefur greiðsluþátttaka sjúkratrygginga verið vegna heyrnartækja og annarra hjálpartækja vegna heyrnarskerðingar í einstökum tilvikum frá árinu 2000? Svar óskast sundurliðað eftir árum og hvort um lífeyrisþega er að ræða og uppreiknað með tilliti til vísitölu neysluverðs og samanborið við verð á viðkomandi hjálpartækjum.
4.      Stendur til að auka greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna heyrnartækja og annarra hjálpartækja vegna heyrnarskerðingar?


Skriflegt svar óskast.