Ferill 800. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1425  —  800. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 41/2013, um heimild til handa ráðherra, f.h. ríkissjóðs,
til að fjármagna uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka
í Norðurþingi, með síðari breytingum (fjárheimild).


Frá meiri hluta atvinnuveganefndar (JónG, LRM, HarB, ÁsF, KLM, PJP, ÞorS, ÞórE).


1. gr.

    Orðin „sem kostar allt að 1.800 millj. kr., miðað við verðlag í lok árs 2012“ í a-lið 1. mgr. 1. gr. laganna falla brott.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.


Greinargerð.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að ekki verði tilgreind sérstök fjárhæð í a-lið 1. mgr. 1. gr. laganna fyrir gerð vegtengingar milli Húsa­víkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Komið hefur í ljós að kostn­aður við hana er meiri en kveðið er á um í greininni. Ekki er hefð fyrir því að tilgreina sérstaka fjárhæð í lagaheimildum af þessu tagi, enda heimild veitt í fjárlögum.
    Mikilvægt er að það viðbótarfé sem veita þarf til þessa verkefnis verði ekki tekið af þeim fjármunum sem renna til almennra sam­gönguframkvæmda um landið.