Ferill 798. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1433  —  798. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan
Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Frá minni hluta allsherjar- og menntamálanefndar (GuðbH, PVB, SÞÁ, HHG).


     1.      Við 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. bætist: en þó ekki lengur en í eitt ár frá gildistöku laga þessara.
     2.      Í stað orðanna „kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið frá 1. maí 2015 og almennri þróun kjaramála hér á landi“ í 1. mgr. 3. gr. komi: kjarasamningum seinustu missira en jafnframt gæta þess að stöðugleika efnahagsmála sé ekki raskað.