Ferill 759. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1473  —  759. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn
frá Katrínu Júlíusdóttur um utanlandsferðir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margar utanlandsferðir hefur ráðherra farið það sem af er kjörtímabilinu? Óskað er eftir upplýsingum um tilefni, lengd og kostnað hverrar ferðar ásamt fjölda í fylgdarliði.

    Frá upphafi kjörtímabilsins hefur ráðherra farið í 12 utanlandsferðir. Tilefni, lengd og kostnað hverrar ferðar ásamt fjölda í fylgdarliði má sjá í eftirfarandi töflu:

Utanlandsferðir ráðherra frá upphafi kjörtímabilsins.

Tilefni ferðar Fylgdarlið Dagar Heildarkostn­aður, kr.
Haustfundur AGS í Washington 3 4 1.890.465
ECOFIN, fundur fjármálaráðherra EFTA-ríkjanna
í Lúxemborg
2 2 493.982
MR-Finans í Ósló 3 2 1.117.926
Opinber heimsókn til Færeyja 3 4 494.467
Ráðherrafundur OECD-ríkja í París 3 3 944.287
Ársfundur EBRD í Varsjá 3 3 933.885
Fundur í London vegna lánamála 1 2 198.793
World e-ID ráðstefna í Marseille 1 3 860.960
Fundir með fulltrúum breskra stjórnvalda í
Manchester og London
1 3 205.900
Haustfundur AGS og World Bank í Washington
og ECOFIN-fundur í Lúxemborg
4 6 2.961.265
MR-Finans í Stokkhólmi og undirritun í Berlín 2 3 701.046
Viðskipta- og markaðsátak á vegum Amerísk-íslenska við­skipta­ráðsins 1 4 921.619
Samtals það sem af er kjörtímabilinu 39 11.724.595