Ferill 571. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Prentað upp.

Þingskjal 1510  —  571. mál.
Nýr liður.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (starfsleyfi, áhættustýring, stórar áhættuskuldbindingar, starfskjör, eignarhlutir, eiginfjáraukar o.fl.).

Frá efnahags- og við­skipta­nefnd.


     1.      Við 1. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: Orðin „önnur hlutdeild sem“ í 3. tölul. falla brott.
                  b.      Í stað orðanna „ Breytileg starfskjör“ í 24. tölul. e-liðar komi: Kaupauki.
                  c.      25. tölul. e-liðar falli brott.
     2.      2. gr. falli brott.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      B-liður falli brott.
                  b.      9. tölul. c-liðar orðist svo: geti fjármálafyrirtæki ekki sýnt fram á að það geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lánardrottnum og/eða innlánseigendum.
     4.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðanna „tengslum við hann“ í 1. málsl. 1. efnismgr. komi: tengslum við framangreinda aðila.
                  b.      3. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Samtala láns og annarrar fyrirgreiðslu sem heimilt er að veita hverjum og einum aðila og aðila í nánum tengslum við hann skv. 1. málsl. má hæst vera 200 millj. kr. að teknu tilliti til takmarkana skv. 30. gr.
                  c.      Orðin „eftir því sem kostur er“ í 4. málsl. 1. efnismgr. falli brott.
                  d.      Lokamálsliður 1. efnismgr. falli brott.
                  e.      Við 2. efnismgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágur fyrir því að fara yfir fjárhæð skv. 3. málsl. 2. mgr. í sérstökum tilvikum og heimilt að kveða á um slík tilvik í reglum sem það setur skv. 1. málsl.
     5.      Í stað orðanna „starfsdögum“ í 1. og 4. málsl. og „starfsdaga“ í 5. málsl. a-liðar 14. gr. komi: virkum dögum; og: virka daga.
     6.      Efnismálsliður 15. gr. orðist svo: Hafi Fjármálaeftirlitið óskað eftir upplýsingum skv. 42. gr. og þær ekki borist innan þeirra tímamarka sem tilgreind eru í ákvæðinu eða þær eru ófullnægjandi að mati Fjármálaeftirlitsins getur Fjármálaeftirlitið tekið ákvörðun á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga.
     7.      Við 17. gr. bætist nýr liður sem orðist svo: Hlutfallstalan „25%“ í 2. málsl. fellur brott.
     8.      Við 19. gr.
                  a.      Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 1. málsl. 2. efnismgr. komi: gott orðspor.
                  b.      3. efnismgr. orðist svo:
                      Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skulu vera fjárhagslega sjálfstæðir og hafa yfir að ráða reynslu og þekkingu eða hafa lokið námi sem nýtist í starfi. Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skulu jafnframt hafa þekkingu á þeirri starfsemi sem viðkomandi fjármálafyrirtæki stundar, þ.m.t. áhættuþáttum.
     9.      Á eftir orðunum „eða fjármálasamsteypu“ í 2. efnismgr. 20. gr. komi: eða aðila í nánum tengslum við framangreinda aðila.
     10.      1. málsl. 1. efnismgr. 22. gr. orðist svo: Stjórn fjármálafyrirtækis skal samþykkja áhættustefnu, áhættuvilja og framkvæmd áhættustýringar, sbr. 17. gr., og tryggja að innri ferlar vegna áhættustýringar séu yfirfarnir eigi sjaldnar en árlega.
     11.      Við 24. gr.
                  a.      Við b-lið bætist: og birtar skulu opinberlega.
                  b.      Við bætist nýr liður sem orðist svo: Orðin „eftir því sem kostur er“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
     12.      25. gr. orðist svo:
                      57. gr. a laganna orðast svo ásamt fyrirsögn.
            

Kaupaukakerfi.


                      Að teknu tilliti til heildarafkomu fjármálafyrirtækis yfir lengri tíma, undirliggjandi áhættu og fjármagnskostnaðar er fjármálafyrirtæki heimilt að ákvarða starfsmönnum kaupauka á grundvelli kaupaukakerfis. Samtala veitts kaupauka til starfsmanns, að meðtöldum þeim hluta greiðslu sem fresta skal samkvæmt reglum settum skv. 4. mgr., má á ársgrundvelli ekki nema hærri fjárhæð en 25% af árslaunum viðkomandi án kaupauka.
                      Þrátt fyrir 1. mgr. er óheimilt að veita stjórnarmönnum og starfsmönnum sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu kaupauka.
                      Áunnin réttindi starfsmanna samkvæmt kaupaukakerfi skulu færð til gjalda á hverju ári eftir því sem reikningsskilareglur heimila og sérstaklega skal gerð grein fyrir þeim í skýringum með ársreikningi.
                      Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um kaupaukakerfi. Í reglunum skal m.a. kveðið á um skilgreiningu kaupauka, markmið kaupaukakerfis, árangurs- og áhættumat, innra eftirlit, jafnvægi á milli fastra launa og kaupauka, frestun kaupauka, ráðningarkaupauka, lækkun, afturköllun eða endurgreiðslu kaupauka, og upplýsingagjöf og gagnsæi.
     13.      26. gr. falli brott.
     14.      Í stað orðsins „Framkvæmdastjórn“ í 4. málsl. 9. mgr. i-liðar 29. gr. (78. gr. h) komi: Framkvæmdastjóri.
     15.      Við 30. gr.
                  a.      1. málsl. c-liðar orðist svo: Fjármálaeftirlitið skal árlega kveða á um eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fyrirtæki að undangengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði.
                  b.      Í stað orðsins „umsögn“ í 4. og 7. málsl. c-liðar komi: tilmælum; og: Tilmæli, og í stað orðsins „skal“ í 7. málsl. c-liðar komi: skulu.
                  c.      1. mgr. d-liðar orðist svo:
                      Fjármálaeftirlitinu er heimilt að kveða á um sveiflujöfnunarauka og gildi hans að undangengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði. Fjármálastöðugleikaráð skal ársfjórðungslega leggja fram tilmæli um gildi sveiflujöfnunarauka fyrir hvern ársfjórðung. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs skulu einkum byggjast á tillögum og greiningu kerfisáhættunefndar, sbr. lög um fjármálastöðugleikaráð, nr. 66/2014. Hækkun á sveiflujöfnunarauka skal taka gildi eigi síðar en 12 mánuðum eftir ákvörðun þess efnis. Heimilt er að kveða á um styttri tímafrest en skv. 4. málsl. ef óvenjulegar aðstæður skapast á fjármálamarkaði og skal það þá sérstaklega rökstutt. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kveða á um sveiflujöfnunarauka, lækkun eða hækkun hans, skulu rökstudd og birt opinberlega, þó að teknu tilliti til 58. gr. laga þessara og 10. gr. laga nr. 66/2014, um fjármálastöðugleikaráð.
     16.      Við e-lið 31. gr. bætist: á reikningsárinu.
     17.      Í stað orðanna „2. mgr. og 4. málsl. 3. mgr. 52. gr.“ í 35. gr. komi: 2. mgr. og 1. málsl. 5. mgr. 52. gr.
     18.      Efnismálsliður b-liðar 37. gr. orðist svo: Ákvæði 52. gr. og 52. gr. a um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra og önnur störf stjórnarmanna, ákvæði 57. gr. a um kaupaukakerfi, ákvæði 57. gr. b um starfslokasamning og ákvæði 84. og 85. gr. um eigið fé gilda einnig um eignarhaldsfélög á fjármálasviði.
     19.      I- og j-liður 38. gr. falli brott
     20.      E- og f-liður 39. gr. falli brott.
     21.      Við 42. gr.
                  a.      Í stað orðanna „val- og heimildarákvæðum“ í síðari málslið a-liðar komi: valákvæðum.
                  b.      3. málsl. 2. mgr. b-liðar orðist svo: Reglurnar skulu ná til efnis sem varðar.
                  c.      Í stað orðanna „gagnaskila“, „gagnsæis“, „tilkynninga“ og „upplýsingagjafar“ í a–d- lið 2. mgr. b-liðar komi: gagnaskil; gagnsæi; tilkynningar; og: upplýsingagjöf.
                  d.      Orðin „m.a.“ í 3. málsl. 3. mgr. b-liðar falli brott.
     22.      Á eftir 43. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Ákvæði til bráðabirgða I–III í lögunum orðast svo:
                  a.      (I.)
                      Við setningu reglugerðar skv. 117. gr. a er ráðherra heimilt að vísa til birtingar á reglugerð (ESB) nr. 575/2013, um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja, í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins á ensku. Nýti ráðherra þessa heimild skal gera enska útgáfu reglugerðarinnar aðgengilega á vef ráðuneytisins.
                  b.      (II.)
                      Við setningu reglugerðar skv. 1. mgr. 117. gr. b er ráðherra heimilt að vísa til birtingar á tæknilegum framkvæmdarstaðli Evrópska bankaeftirlitsins um samræmdar gagnsæisskyldur eftirlitsstofnana í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins á ensku. Nýti ráðherra þessa heimild skal gera enska útgáfu tæknilega framkvæmdarstaðalsins aðgengilega á vef ráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins.
                  c.      (III.)
                      Við setningu reglna skv. 2. og 3. mgr. 117. gr. b er Fjármálaeftirlitinu heimilt að vísa til birtingar á tæknilegum framkvæmdarstöðlum og eftirlitsstöðlum í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins á ensku. Nýti Fjármálaeftirlitið þessa heimild skal stofnunin gera enskar útgáfur tæknilegu framkvæmdarstaðlanna og eftirlitsstaðlanna aðgengilegar á vef sínum.
     23.      Í stað orðanna „2. mgr. og 4. málsl. 3. mgr. 52. gr.“ í 44. gr. komi: 2. mgr. og 1. málsl. 5. mgr. 52. gr.
     24.      45. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast þegar gildi.
                      Ákvæði b-, c- og d-liðar 28. gr. (84. gr. b – 84. gr. d) koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2016.
                      Ákvæði e-liðar 28. gr. (84. gr. e) koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2016 og getur gildi verndunaraukans þá hæst orðið 1% fram til 1. júní 2016 og 1,75% frá 1. júní 2016 fram að 1. janúar 2017 og 2,5% eftir það.