Ferill 703. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1550  —  703. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda,
þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum
(nýting landsréttinda, óbyggðanefnd o.fl.).

(Eftir 2. umræðu, 30. júní.)


1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Leyfi ráðherra þarf til að nýta vatns- og jarðhitaréttindi, vindorku, námur og önnur jarðefni innan þjóðlendu nema mælt sé fyrir um annað í lögum.
     b.      Í stað orðanna „þeirrar þjóðlendu sem leyfið tekur til“ í 4. málsl. 4. mgr. kemur: þjóðlendna samkvæmt nánari ákvörðun sveitarstjórnar.

2. gr.

     Við 2. mgr. 6. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er þó að víkja frá 70 ára aldurshámarki.

3. gr.

    Í stað ártalsins „2014“ í lokamálslið 8. gr. laganna kemur: 2015.

4. gr.

    1. málsl. 3. mgr. 18. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skal hafa frumkvæði að því að þinglýsa eignarheimildum sem varða þjóðlendur.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.