Ferill 811. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Prentað upp.

Þingskjal 1563  —  811. mál.
Leiðréttur texti.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um þjónustu presta og mismunun á grundvelli kynhneigðar.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


1.      Eru einhverjar reglur um samviskufrelsi presta í gildi innan þjóðkirkjunnar sem heimila þeim að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar? Ef svo er, á hvaða heimild byggjast þær reglur?
2.      Er ráðherra kunnugt um tilfelli þar sem samkynja pörum hefur verið neitað um þjónustu starfsmanna kirkjunnar á grundvelli meints samviskufrelsis þeirra?
3.      Telur ráðherra það geta samrýmst skyldum presta sem opinberra starfsmanna að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar?
4.      Hefur komið til álita að færa hjónavígsluheimild alfarið til borgaralegra vígslumanna?
5.      Hefur komið til álita að heimild til borgaralegra hjónavígslna nái til fleiri en nú er, t.d. bæjarstjóra líkt og víða þekkist?


Skriflegt svar óskast.