Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1587, 144. löggjafarþing 687. mál: lögræðislög (réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis o.fl.).
Lög nr. 84 13. júlí 2015.

Lög um breytingu á lögræðislögum, nr. 71 28. maí 1997, með síðari breytingum (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis, lögráðamenn, nauðungarvistanir o.fl.).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Inngangsmálsliður orðast svo: Standi brýn þörf til, enda hafi önnur og vægari úrræði í formi aðstoðar verið fullreynd, er heimilt með úrskurði dómara að svipta mann tímabundið lögræði. Heimilt er að svipta mann sjálfræði einu sér, fjárræði einu sér eða hvoru tveggja.
  2. B-liður orðast svo: Ef hann sökum ofdrykkju eða ofnotkunar ávana- og fíkniefna er ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé og einhver þeirra ástæðna sem tilgreindar eru í a- og c-lið eiga við um viðkomandi.
  3. D-liður fellur brott.


2. gr.

     1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
     1. Tímabundin lögræðissvipting skal ekki ákveðin skemur en í sex mánuði í senn. Tímabundin lögræðissvipting fellur sjálfkrafa niður að sviptingartímanum loknum, nema áður hafi verið gerð krafa fyrir dómi um framlengingu hennar. Ef svo hagar til framlengist hin tímabundna svipting þar til úrskurður dómara liggur fyrir.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 7. gr. laganna:
  1. D-liður orðast svo: Félagsþjónusta sveitarfélaga eða samsvarandi fulltrúi sveitarstjórnar á dvalarstað varnaraðila þegar talið er réttmætt að gera kröfuna vegna tilmæla aðila sjálfs, vandamanna, læknis hans eða vina, vegna vitneskju um hag aðila er fengist hefur á annan hátt eða þegar gæsla almannahags gerir þess þörf.
  2. E-liður fellur brott.


4. gr.

     2. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
     2. Dómari skal sjálfur afla sönnunargagna, svo sem læknisvottorðs ef slíkt vottorð hefur ekki fylgt kröfu um lögræðissviptingu, og annarra gagna sem hann telur þörf á. Í því skyni að leggja sjálfstætt mat á hæfi varnaraðila skal dómari kalla varnaraðila fyrir dóm, kynna honum kröfuna og gefa honum kost á að tjá sig um hana nema ástandi hans sé svo háttað samkvæmt vottorði læknis að það sé ekki mögulegt. Dómari kveður sóknaraðila og vitni fyrir dóm ef þess er þörf.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: yfirlögráðanda.
  2. 6. mgr. orðast svo:
  3.      6. Þjóðskrá Íslands heldur skrá um lögræðissvipta menn. Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur um hvað beri að skrá, svo sem um tímamörk sviptingar og aðgang að upplýsingum úr skránni, sem og miðlun upplýsinga úr henni.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
  1. 4. málsl. 2. mgr. orðast svo: Ef vakthafandi sjúkrahúslæknir ákveður nauðungarvistun manns samkvæmt þessari málsgrein skal bera ákvörðun hans undir yfirlækni, eða annan vakthafandi lækni sem starfar í umboði yfirlæknis, svo fljótt sem verða má.
  2. Í stað tölunnar „48“ í 5. málsl. 2. mgr. kemur: 72; og í stað orðsins „ráðuneytisins“ í sama málslið og tvívegis í 3. mgr. kemur: sýslumanns.
  3. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Áður en læknir tekur ákvörðun um vistun í allt að 72 klukkustundir skal liggja fyrir afstaða viðkomandi einstaklings til nauðungarvistunar, ef unnt er.
  4. 4. mgr. orðast svo:
  5.      4. Áður en maður er fluttur nauðugur á sjúkrahús skv. 2. og 3. mgr. skal kalla til lækni sem fer á vettvang og metur aðstæður. Þá er lögreglu skylt að verða við beiðni læknis um aðstoð við að flytja mann nauðugan á sjúkrahús og skal þá læknir fylgja honum ef nauðsyn þykir bera til.
  6. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  7.      6. Ráðherra er heimilt að ákveða að ákvarðanir sýslumanns skv. 2. og 3. mgr. séu á hendi eins sýslumanns.


7. gr.

     20. gr. laganna orðast svo:
     Beiðni um nauðungarvistun manns í sjúkrahúsi skv. 3. mgr. 19. gr. og kröfu fyrir dómstóli skv. 29. gr. a getur félagsþjónusta sveitarfélaga, eða samsvarandi fulltrúi sveitarstjórnar á dvalarstað varnaraðila, lagt fram þegar talið er réttmætt að gera þá kröfu vegna tilmæla aðila sjálfs, vandamanna hans, læknis eða vina, eða vegna vitneskju um hag aðila er fengist hefur á annan hátt.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „ráðuneytisins“ og „ráðuneytið“ í 1. mgr. kemur: sýslumanns; og: sýslumaður.
  2. C-liður 2. mgr. fellur brott.
  3. Í stað orðanna „ráðuneytinu“ og „ráðuneytið“ í 3. mgr. kemur: sýslumanni; og: sýslumaður.
  4. Í stað orðsins „nafnstimpill“ í g-lið 3. mgr. kemur: læknanúmer.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „ráðuneytið“ tvívegis í 1. mgr. og í 3. mgr. kemur: sýslumaður; og í stað orðsins „því“ og orðsins „það“ í 1. mgr. kemur: honum; og: hann.
  2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Málsmeðferð hjá sýslumanni.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „ráðuneytisins“ og „ráðuneytið“ í 1. mgr. kemur: sýslumanns; og: sýslumaður.
  2. Í stað orðsins „umsagnar“ í 1. mgr. kemur: álits.
  3. Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 2. mgr. kemur: sýslumanns.
  4. Við bætist ný málsgrein er orðast svo:
  5.      3. Ráðherra setur nánari reglur um störf trúnaðarlæknis.
  6. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Trúnaðarlæknir sýslumanns.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „ráðuneytisins“ kemur: sýslumanns.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sýslumaður skal einnig senda afrit af samþykki sínu til þess sem nauðungarvistaður er þar sem kemur fram að viðkomandi eigi rétt á að njóta ráðgjafar og stuðnings ráðgjafa vegna sjúkrahúsdvalarinnar og meðferðar þar, sbr. 27. gr., og enn fremur að honum sé heimilt að leita úrlausnar dómstóla um ákvörðun sýslumanns um vistun, sbr. 30. gr.
  3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Ákvörðun sýslumanns.


12. gr.

     Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í c-lið 1. mgr. 25. gr. laganna kemur: sýslumanns.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 26. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í b-lið kemur: sýslumanns.
  2. Í stað orðsins „ráðuneytis“ í e-lið kemur: sýslumanns.
  3. Við e-lið bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig skal skrá hvenær ráðgjafi skv. 27. gr. veitti ráðgjöf og stuðning.


14. gr.

     1. málsl. 2. mgr. 27. gr. laganna orðast svo: Vakthafandi læknir eða hjúkrunarfræðingur skal hafa samband við ráðgjafa svo fljótt sem verða má og tilkynna honum um nauðungarvistunina.

15. gr.

     Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 1. og 2. mgr. 28. gr. laganna kemur: sýslumanns.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna:
  1. Í stað tölunnar „48“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 72; og í stað orðsins „ráðuneytisins“ í sama málslið kemur: sýslumanns.
  2. Í stað orðanna „ráðuneytinu“ og „ráðuneytisins“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: sýslumanni; og: sýslumanns.
  3. 2. mgr. orðast svo:
  4.      2. Ákvörðun sýslumanns skv. 1. mgr., sbr. 3. mgr. 19. gr., er endanleg á stjórnsýslustigi, en unnt er að bera ákvörðun sýslumanns undir dómstóla, sbr. 30. gr.
  5. Við bætist ný málsgrein er orðast svo:
  6.      3. Nauðungarvistuðum manni og aðstandendum hans skal standa til boða ráðgjöf og stuðningur í kjölfar nauðungarvistunar. Ráðherra er fer með heilbrigðismál kveður á um framkvæmd þessa með reglugerð, m.a. um það hver skuli veita slíka þjónustu.
  7. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Lok nauðungarvistunar og ráðgjöf.


17. gr.

     Á eftir 29. gr. laganna kemur ný grein, 29. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Framlenging nauðungarvistunar.
     1. Heimilt er með úrskurði dómara að framlengja nauðungarvistun manns í eitt skipti í allt að 12 vikur að liðnum 21 sólarhring frá dagsetningu ákvörðunar sýslumanns skv. 3. mgr. 19. gr. Slík framlenging nauðungarvistunar getur falið í sér rýmkun sem er háð mati læknis, sbr. 3. mgr. Krafa um framlengingu nauðungarvistunar samkvæmt þessu ákvæði skal vera skrifleg. Þar skulu eftirfarandi atriði koma fram:
  1. Nafn sóknaraðila, kennitala hans og lögheimili.
  2. Nafn varnaraðila, kennitala hans og lögheimili. Enn fremur dvalarstaður ef hann er annar en lögheimili.
  3. Til hve langs tíma krafist er framlengingar.
  4. Ástæður þær er framlenging nauðungarvistunar samkvæmt þessu ákvæði byggist á.

     2. Með kröfu um framlengingu nauðungarvistunar skv. 1. mgr. skal fylgja yfirlýsing læknis þess efnis að meðferðaraðili og einstaklingur sem sætir nauðungarvistun hafi reynt að ná samkomulagi um áframhaldandi meðferð ef þörf krefði. Einnig skal fylgja læknisvottorð eða önnur gögn sem krafa styðst við, svo og yfirlýsing læknis um að framlenging nauðungarvistunar með rýmkun sé að hans mati óhjákvæmileg.
     3. Yfirlæknir eða geðlæknir sem starfar í umboði hans getur veitt einstaklingi, sem sætir nauðungarvistun skv. 1. mgr., leyfi á tímabilinu, í eitt eða fleiri skipti, til að yfirgefa sjúkrahús til aðlögunar í nánar tiltekinn tíma. Leyfið skal skráð í fyrirmælum læknis og lengd þess skal koma fram í dagál læknis.
     4. Heimilt er að framlengja nauðungarvistun manns ef krafa hefur verið gerð fyrir dómi um að hann verði sviptur sjálfræði. Þegar krafa hefur verið gerð um að maður, sem vistaður er nauðugur í sjúkrahúsi, verði sviptur sjálfræði skal dómari án tafar senda yfirlækni á sjúkrahúsi þar sem hinn vistaði dvelst staðfestingu á að slík krafa sé fram komin og hvenær hún hafi borist dóminum. Skal þetta gert með símskeyti eða öðrum tryggilegum hætti.
     5. Ákvæði 9.–14., 16.–18., 20., 25.–28. og 30.–32. gr. eiga við eftir atvikum um framlengingu nauðungarvistunar skv. 1. mgr.

18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „ráðuneytinu“ tvívegis í 3. mgr. kemur: sýslumanni.
  2. Í stað orðanna „ráðuneytisins“ og „ráðuneytið“ í 6. mgr. kemur: sýslumanns; og: sýslumaður.
  3. Í stað orðanna „í ráðuneytinu“ tvívegis í 6. mgr. kemur: hjá sýslumanni.


19. gr.

     3. mgr. 40. gr. laganna orðast svo:
     3. Þjóðskrá Íslands heldur skrá yfir ráðsmenn og skjólstæðinga þeirra. Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur um aðgang að upplýsingum úr skránni, sem og miðlun upplýsinga úr henni.

20. gr.

     Við 1. mgr. 54. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir er orðast svo: Hann má ekki hafa hlotið refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Við skipun lögráðamanns skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild yfirlögráðanda til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

21. gr.

     2. mgr. 57. gr. laganna orðast svo:
     2. Þjóðskrá Íslands heldur skrá yfir skipaða lögráðamenn. Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur um aðgang að upplýsingum úr skránni, sem og miðlun upplýsinga úr henni.

22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 63. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „500.000“ í 1. mgr. kemur: 1.000.000.
  2. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fjárhæðin miðast við vísitölu neysluverðs í janúar 2016 og breytist árlega í samræmi við breytingar á henni.
  3. Í stað dagsetningarinnar „1. mars“ í 3. mgr. kemur: 1. apríl.
  4. Í stað fjárhæðarinnar „500.000“ í 4. mgr. kemur: 1.000.000.
  5. Á eftir 1. málsl. 4. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fjárhæðin breytist árlega á sama hátt og greinir í 1. mgr.
  6. Við bætist ný málsgrein sem verður 8. mgr., svohljóðandi:
  7.      8. Lögráðamaður manns sem hefur verið sviptur sjálfræði í tvö ár skal að liðnum 12 mánuðum frá sviptingu sjálfræðis gefa yfirlögráðanda skýrslu, á eyðublaði sem hann leggur til, um hinn sjálfræðissvipta. Ef viðkomandi hefur verið sviptur sjálfræði lengur en tvö ár skal lögráðamaður gefa skýrslu á 12 mánaða fresti.
  8. Í stað orðanna „getur sett“ í 8. mgr. kemur: setur.


23. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 81. gr. laganna:
  1. Við bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr., svohljóðandi:
  2.      3. Yfirlögráðandi hefur heimild til að afla allra gagna, án endurgjalds, varðandi fjármál ófjárráða einstaklings, hvort sem er frá lögráðamanni eða frá öðrum aðilum sem hafa haft viðskipti við ófjárráða einstakling eða komið að fjármálum hans með einhverri umsýslu.
  3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Hlutverk og heimildir yfirlögráðenda.


24. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Ótímabundnar sviptingar lögræðis sem hefur verið úrskurðað um fyrir 1. janúar 2016 falla niður að liðnum tveimur árum frá þeim tíma.

25. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2016.

26. gr.

Breytingar á öðrum lögum.
     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á 7. gr. laga nr. 88/2011, um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, með síðari breytingum:
  1. Orðin „er lögráða en“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. Á eftir orðinu „Réttindagæslumaður“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: og eftir atvikum lögráðamaður.


Samþykkt á Alþingi 1. júlí 2015.