Ferill 787. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1612  —  787. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002,
með síðari breytingum (nauðasamningar).

Frá efnahags- og við­skipta­nefnd.


1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað „2. mgr.“ í 1. efnismálslið a-liðar og „3. málsl. 2. mgr.“ í 2. efnismálslið a-liðar komi: 4. málsl. 2. mgr.
                  b.      Við c-lið bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Slitastjórn er einnig heimilt að láta fjármálafyrirtæki gangast undir frekari fjárskuldbindingar svo fremi sem það er til að ljúka megi slitameðferð með nauðasamningi og sýnt má telja að það sé í samræmi við hagsmuni kröfuhafa og eftir atvikum hluthafa eða stofnfjáreigenda.
2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „á þeim degi sem um ræðir í 5. mgr. 101. gr. laga þessara“ í c-lið komi: við lok kröfulýsingarfrests.
                  b.      Á eftir c-lið komi tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
                  d.    Í stað orðanna „þó að lágmarki 60 hundraðshluta þeirra atkvæða“ í 6. málsl. 3. mgr., er verður 12. málsl. kemur: þó að lágmarki 60 og að hámarki 90 hundraðshlutar þeirra atkvæða.
                  e.    Á eftir 6. málsl. 3. mgr., er verður 12. málsl., koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Samningskröfuhafa sem fer með fyrirsvar vegna safns krafna á hendur skuldara er heimilt að veita einum eða fleiri aðilum umboð til þess að fara með atkvæði vegna kröfu sinnar. Heimilt er í þessu skyni að skipta atkvæði samningskröfuhafans samkvæmt yfirlýsingu hans þar um.
3.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Við atkvæðagreiðslu á skiptafundi um frumvarp að nauðasamningi fjármálafyrirtækis verður nýjum kröfum ekki komið fram nema að því leyti sem þeim verður um leið komið að við slit fjármálafyrirtækis skv. 118. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., þó þannig að kröfur sem stofnuðust fyrir 1. september 2014 og lýst er á grundvelli 1. eða 5. tölul. þeirrar greinar verður að lýsa fyrir slitastjórn skv. 117. gr. sömu laga í síðasta lagi 15. ágúst 2015.
4.      Við 4. gr.
                  a.      Við bætist þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Þau verðmæti sem Seðlabankinn veitir viðtöku á grundvelli 2. málsl. renna í ríkissjóð og skulu vera hjá bankanum til varðveislu. Meðferð og ráðstöfun verðmætanna skal hagað í samræmi við 2. mgr. 1. gr. laga um stöðugleikaskatt. Laust fé skal varðveitt á sérstökum reikningum ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands en ráðherra er heimilt að fela sérhæfðum aðila sem starfar í umboði bankans að annast varðveislu annarra verðmæta og umsýslu með þau.
                  b.      Við bætist nýr liður, svohljóðandi: Við gildistöku laga þessara bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða við lög um tekjuskatt, nr. 90/2003, svohljóðandi:
                      Við álagningu opinberra gjalda á árinu 2016 vegna tekna ársins 2015 skal:
                      a.    ekki telja til tekna eftirgjöf skulda eða annarra skuldbindinga sem á sér stað við gerð nauðasamnings lögaðila gegn því að kröfu er breytt í hlutafé í hinu skuldsetta félagi, hvort heldur varðar kröfuhafann og/eða skuldarann. Skilyrði fyrir niðurfellingu tekjufærslu skv. 1. málsl. er að rekstrartap ársins og yfirfæranlegt rekstrartap hafi verið jafnað,
                      b.    ekki telja til skattstofns skv. 3. mgr. 71. gr. tekjur vegna eftirgjafar skulda í tengslum við slitameðferð skattaðila skv. 103. gr. a laga um fjármálafyrirtæki.