Ferill 821. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1624  —  821. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um loftför.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hversu mörg loftför voru skráð á Íslandi og/eða með gilt lofthæfisstaðfestingarvottorð árin 2008–2014, flokkað eftir eftirfarandi teg­undum:
                  a.      flutningaloftför (atvinnuloftför sem falla undir EASA-reglur, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 202/2007, um flokkun loftfara og lofthæfivottorða),
                  b.      almannaloftför með EASA-vottun (einkaloftför sem falla undir EASA-reglur, sbr. 3. gr. áðurnefndrar reglugerðar),
                  c.      söguleg loftför (almannaloftför),
                  d.      heimasmíðuð loftför (einkaloftför)?
     2.      Hvað hafa á fyrrgreindu tímabili verið framkvæmdar margar ACAM-úttektir samkvæmt grein M.B.303 í viðauka I við reglugerð (EB) nr. 2042/2003 um áfram­haldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, flokkað eftir teg­undum skv. 1. tölul., og hversu mörg loftför voru skyndikyrrsett með 1. stigs frávik og 2. stigs frávik?
    Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.