Ferill 805. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1638  —  805. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni um vímu- og fíkniefnabrot á þjóðhátíð í Eyjum, Sónar og Secret Solstice.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver var fjöldi vímu- og fíkniefnabrota árið 2014 á þjóðhátíð í Eyjum, Sónar og Secret Solstice og:
     a.      hversu mikið magn vímu- og fíkniefna var gert upptækt,
     b.      hversu margir greiddu sektir,
     c.      hversu oft leiddi brot til skráningar í sakaskrá,
     d.      hversu mörg mál þurfti að fella niður?
    Svar óskast sundurliðað eftir hátíðum og einnig eftir neyslubrotum og sölubrotum, þ.e. hvort ætla mátti að vímu- og fíkniefnin væru til einkaneyslu eða til sölu.


    Í tilefni af fyrirspurninni óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Umbeðnar upplýsingar bárust ráðuneytinu 1. júlí 2015.
    Í tilefni af þeim lið fyrirspurnarinnar, er lýtur að skráningu í sakaskrá, tekur ríkislögreglustjóri fram að ríkissaksóknari heldur tölvufærða sakaskrá fyrir allt landið, sbr. reglur ríkissaksóknara um sakaskrá ríkisins (nr. 680/2009). Lögreglan getur hins vegar áætlað hve margir, sem áttu hlut að brotum á umræddum hátíðum, hafi verið skráðir í sakaskrá þar sem þeir sem greiddu eða samþykktu sektargerð vegna ávana- og fíkniefnabrota á hátíðunum eru skráðir í sakaskrá.
    Umbeðnar upplýsingar flokkast á eftirfarandi hátt eftir hátíðum:

Sónar 2014.
    Sónarhátíðin var haldin í Hörpu dagana 13.–15. febrúar 2014. Alls var 31 brot skráð í málaskrárkerfi lögreglunnar vegna hátíðarinnar (að meðaltali 10 á dag).

     Tafla 1. Fjöldi fíkniefnabrota á Sónarhátíðinni 2014.
Fjöldi brota
Varsla og meðferð ávana- og fíkniefna 31

    Alls voru 30 einstaklingar skráðir sem „grunaður/kærður“ í málaskrárkerfi lögreglunnar vegna þessara brota en í einu tilviki fundust fíkniefni á víðavangi og ekki vitað hver var eigandi þeirra.
    Þegar litið er til ferla brotanna má sjá að flest brotin fengu ferilinn „sektarmeðferð“, þar sem sekt var greidd eða sektargerð samþykkt og því 21 sem fór á sakaskrá vegna brotsins.

     Tafla 2. Ferill fíkniefnabrota, Sónarhátíðin 2014.
Fjöldi
Ákærumeðferð 3
Rannsókn hætt 7
Sekt greidd/sektargerð samþykkt 21
Samtals 31

     Tafla 3. Magn fíkniefna sem lögregla lagði hald á, Sónar 2014.
Sónarhátíðin 2014
Maríjúana (g) 3
Tóbaksblandað (g) 4
LSD (stk.) 2
Amfetamín (g) 15
Ecstasy (g) 1
Ecstasy (stk.) 6
Kókaín (g) 2

Secret Solstice 2014.
    Secret Solstice var haldin í Laugardal dagana 20.–22. júní 2014. Alls voru skráð 39 fíkniefnabrot í málaskrárkerfi lögreglunnar vegna hátíðarinnar (að meðaltali 13 á dag).

     Tafla 4. Fjöldi fíkniefnabrota á Secret Solstice-hátíðinni 2014.
Fjöldi brota
Varsla og meðferð ávana- og fíkniefna 37
Sala og dreifing fíkniefna 2
Alls 39

    Alls voru 39 einstaklingar skráðir sem „grunaður/kærður“ í málaskrárkerfi lögreglunnar vegna þessara brota. Flest brotin, eða 31, fóru í ferilinn „sektarmeðferð“, þ.e. þar sem sekt var greidd eða sektargerð samþykkt og því 31 sem fór á sakaskrá vegna brotsins.

     Tafla 5. Ferill fíkniefnabrota, Secret Solstice-hátíðin 2014.
Fjöldi
Sala og dreifing fíkniefna
Sekt greidd/sektargerð samþykkt 2
Varsla og meðferð ávana- og fíkniefna
Ákærumeðferð 6
Sekt greidd/sektargerð samþykkt 29
Rannsókn hætt 2
Samtals 39

     Tafla 6. Magn fíkniefna sem lögregla lagði hald á, Secret Solstice 2014.
Secret Solstice 2014
Maríjúana (g) 11
Tóbaksblandað (g) 8
Amfetamín (g) 8
Ecstasy (g) 3
Ecstasy (stk.) 38
Kókaín (g) 11

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2014.
    Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var haldin dagana 31. júlí til 4. ágúst árið 2014. Alls var 51 fíkniefnabrot skráð í málaskrárkerfi lögreglunnar vegna hátíðarinnar (að meðaltali 10 á dag).

     Tafla 7. Fjöldi fíkniefnabrota á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2014.
Fjöldi brota
Varsla og meðferð ávana- og fíkniefna 51

    Alls voru 38 einstaklingar skráðir vegna þessara brota, en í 10 brotum fundust efni á víðavangi og því enginn skráður fyrir brotinu. Þrír einstaklingar voru teknir fyrir tvö fíknefnabrot yfir hátíðina. Flest brotin, eða 33, fóru í ferilinn „sektarmeðferð“. Þegar litið er til fjölda einstaklinga voru 30 einstaklingar sem fengu a.m.k. eitt brot sem fór í ferilinn „sektarmeðferð“ og því 30 sem fóru á sakaskrá vegna brotsins.

     Tafla 8. Ferill fíkniefnabrota, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2014.
Fjöldi
Ákærumeðferð 6
Sekt greidd/sektargerð samþykkt 33
Rannsókn hætt 11
Til afgreiðslu 1
Alls 51

     Tafla 9. Magn fíkniefna sem lögregla lagði hald á, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2014.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
Maríjúana (g) 23
Tóbaksblandað (g) 5
Amfetamín (g) 26
Ecstasy (g) 1
Ecstasy (stk.) 2
Kókaín (g) 13