Ferill 90. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 90  —  90. mál.
Fyrirspurntil forsætisráðherra um fjölda ríkisstjórnarfunda.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hversu marga ríkisstjórnarfundi hefur hver ríkisstjórn haldið á hverju ári eða hluta úr ári á starfstíma sínum frá og með árinu 2000 og til dagsins í dag?
     2.      Hvernig hefur fundum ríkisstjórna verið háttað mánuðina júní, júlí og ágúst á hverju ári á framangreindu tímabili?
     3.      Hvenær hefur liðið lengst á milli ríkisstjórnarfunda á tímabilinu?


Skriflegt svar óskast.