Ferill 92. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 92  —  92. mál.
Fyrirspurntil félags- og húsnæðismálaráðherra um fjárhagsaðstoð til greiðslu
tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta.

Frá Valgerði Bjarnadóttur.


     1.      Hve margir sóttu um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum nr. 9/2014 árið 2014 og fyrstu sex mánuði þessa árs?
     2.      Hve margar umsóknir voru afgreiddar, hve margar samþykktar og hve mörgum hafnað?
     3.      Hvernig skiptast ástæður þess að umsóknum var hafnað, sbr. a–f-lið 2. mgr. 3. gr. laganna?

Skriflegt svar óskast.