Ferill 108. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 108  —  108. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um skattfrjálsa útgreiðslu séreignarsparnaðar.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


    Hversu margir hafa nýtt sér skattfrjálsa útgreiðslu séreignarsparnaðar til innborgunar á húsnæðislán og húsnæðissparnað? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um húsnæðislán eða húsnæðissparnað er að ræða, eftir árum, fjölda aðila, fjárhæðum og samanlagðri fjárhæð skattafsláttar.


Skriflegt svar óskast.