Ferill 110. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 110  —  110. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um nethlutleysi og endurskoðun fjarskiptalaga.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


1.      Er vinna hafin innan ráðuneytisins við endurskoðun fjarskiptalaga með tilliti til þeirrar þróunar sem orðið hefur á evrópskri fjarskiptalöggjöf frá árinu 2009 og þá sérstaklega á sviði neytendaverndar og bættrar réttarstöðu netnotenda? Ef ekki, telur ráðherra þörf á að huga að slíkri endurskoðun?
2.      Telur ráðherra tilefni til að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að nothæf internetþjónusta verði að einhvers konar forgangsþjónustu á yfirgjaldsverði, auk ráðstafana til að tryggja að umferðarstýringar í fjarskiptanetum verði ekki til þess að útiloka tilteknar þjónustur og hamla þannig mjög nýsköpun og samkeppni í náinni framtíð?


Skriflegt svar óskast.