Ferill 118. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 118  —  118. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um nám og námsefni heyrnarlausra barna.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Nær átaksverkefnið Þjóðarsáttmáli um læsi, sem nú stendur yfir, til heyrnarlausra barna? Ef svo er ekki, hver er þá skýringin á því og hefur verið gripið til annarra ráðstafana til að efla lestrarkunnáttu heyrnarlausra barna?
     2.      Hvernig er staðið að gerð námsefnis fyrir heyrnarlaus börn, hvernig er tryggt að heyrnarlaus börn í leik- og grunnskóla fái viðeigandi námsefni og kennslu og hversu miklu fé hefur verið varið til gerðar slíks námsefnis undanfarin tvö ár?
     3.      Hvernig er það námsefni sem heyrnarlausum börnum í leik- og grunnskólum er ætlað vegna stöðu þeirra?
     4.      Í hverju felast einkum ráðstafanir ráðuneytisins til að framfylgja 3. gr. laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, nr. 61/2011?


Skriflegt svar óskast.