Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 128  —  128. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um horfur í mönnun heilbrigðisþjónustunnar.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hefur staða og horfur í mönnunarmálum heilbrigðisþjónustu á Íslandi verið metin með heildstæðum hætti? Ef svo er, hverjar eru helstu niðurstöður?
     2.      Hvernig er samræmi milli fjölda þeirra sem útskrifast þessi árin úr almennu námi og sérnámi á sviði heilbrigðisstétta og ætlaðrar þarfar fyrir sömu fagstéttir næstu ár og einn til tvo áratugi fram í tímann að teknu tilliti til væntrar lýðfræðilegrar þróunar?
     3.      Hver er meðalaldur helstu fagstétta innan heilbrigðisþjónustunnar núna, hver hefur þróunin verið og hvaða áhrif hefur aldur fagstétta á mönnun með hliðsjón af vaktavinnu og öðru hliðstæðu?
     4.      Hvernig er staða og horfur í mönnunarmálum heilbrigðisþjónustunnar í einstökum landshlutum, sbr. 1.–3. lið fyrirspurnarinnar?
     5.      Hvaða aðgerðir eða tillögur til úrbóta eru á borðum stjórnvalda til að treysta forsendur mönnunar heilbrigðiskerfisins til framtíðar litið?


Skriflegt svar óskast.