Ferill 194. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 199  —  194. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um rannsókn mála
vegna meintra gjaldeyrisbrota.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


     1.      Hversu mörg mál hefur gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands tekið formlega til rannsóknar frá setningu gjaldeyrishafta og hversu margir aðilar hafa verið til rannsóknar?
     2.      Hversu mörgum málum hefur gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands lokið með:
                  a.      kæru til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar eða embættis sérstaks saksóknara,
                  b.      niðurfellingu,
                  c.      beitingu stjórnvaldssekta,
                  d.      sátt?
     3.      Hafi einhverjum málum lokið með annaðhvort stjórnvaldssekt eða sátt, hversu háar fjárhæðir hafa runnið í ríkissjóð vegna þess?
     4.      Hefur aðilum sem voru til rannsóknar í málum, sem lokið hefur verið með kæru til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar eða embættis sérstaks saksóknara eða með niðurfellingu, sbr. a- og b-lið 2. tölul., verið tilkynnt um rannsókn á hendur þeim? Hversu mörgum hefur ekki verið tilkynnt um rannsókn?
     5.      Hversu mörg mál eru enn til rannsóknar af þeim málum sem gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands hefur kært til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar eða embættis sérstaks saksóknara og hve mörgum málum hefur verið lokið með:
                  a.      útgáfu kæru,
                  b.      niðurfellingu,
                  c.      endursendingu?
     6.      Hver er kostnaðurinn við gjaldeyriseftirlitið?
    Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.