Ferill 195. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 200  —  195. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um brot á banni við kaupum á vændi.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


     1.      Telur ráðherra að breyta þurfi löggjöf svo að meginreglan um að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 10. gr. laga um meðferð sakamála, verði virt í málum vegna brota á 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga? Ef ekki, hvað þarf þá til að meginreglan sé virt af dómstólum? Ef svo er, hyggst ráðherra leggja til slíka breytingu á lögum?
     2.      Hefur lögreglan fullnægjandi rannsóknarheimildir til að rannsaka brot á 1. mgr. 206. gr. hegningarlaga? Ef ekki, hyggst ráðherra leggja til breytingar á lögum svo að lögreglu sé gert kleift að rannsaka með fullnægjandi hætti brot af þessu tagi?
     3.      Hvað hafa stjórnvöld gert til þess að afla upplýsinga um umfang vændis á Íslandi?


Skriflegt svar óskast.