Ferill 200. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.



Þingskjal 206  —  200. mál.



Frumvarp til laga

um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar
Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar.

(Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015–2016.)




I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar.

1. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 3. málsl. 1. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 20/1987, um sjómannadag.

2. gr.

    Í stað orðanna „Hafrannsóknastofnun skal“ í 4. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsóknir skulu.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/1994, um viðauka við lög
nr. 39 15. maí 1990, um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins.

3. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 2. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar.

4. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands.

5. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 10. mgr. 6. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

6. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 5. málsl. 1. mgr. 6. gr., 1. og 2. mgr. 9. gr., tvívegis í 2. mgr. og í 3. mgr. 10. gr. laganna, og í stað orðsins „Hafrannsóknastofnun“ í 4. mgr., tvívegis í 5. mgr. og í 6. mgr. 10. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Haf- og vatnarannsóknir.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
7. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 6. gr. a laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

VIII. KAFLI
Breyting á búnaðarlögum, nr. 70/1998.
8. gr.

    Í stað orðsins „Veiðimálastofnun“ í 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsóknum.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 13/2001, um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis.
9. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 2. mgr. 4. gr. og 4. mgr. 7. gr. laganna, og í stað orðsins „Hafrannsóknastofnun“ í 3. mgr. 24. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Haf- og vatnarannsóknir.

X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda.
10. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnun“ í 5. gr. laganna, og í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 1. mgr. 9. gr. og 1. mgr. 24. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Haf- og vatnarannsóknir.

XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 58/2006, um fiskrækt.
11. gr.

    Í stað orðsins „Veiðimálastofnunar“ í 2. mgr. 4. gr., 6. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

XII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum.

12. gr.

    2. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar fimm manna fisksjúkdómanefnd: einn samkvæmt tilnefningu Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, tvo samkvæmt tilnefningu Haf- og vatnarannsókna og skal annar vera sérfróður um ferskvatnsfiska en hinn um sjávardýr og einn samkvæmt tilnefningu Fiskistofu og yfirdýralækni, sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði.
13. gr.

    Í stað orðsins „Veiðimálastofnunar“ í 2. mgr. 11. gr., 1. mgr. 16. gr., tvívegis í 1. mgr. og í 4. mgr. 17. gr., 1. og 3. mgr. 18. gr., 2. mgr. 19. gr., 2. mgr. 20. gr., 2. mgr. 21. gr., 1. og 2. mgr. 24. gr., 25. gr., 3. mgr. 27. gr., 3., 5. og 6. mgr. 28. gr., 2. mgr. 29. gr., 3. mgr. 30. gr., 2. mgr. 32. gr., 1. mgr. 34. gr. laganna, og í stað orðsins „Veiðimálastofnun“ í 2. mgr. 13. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Haf- og vatnarannsóknir.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
14. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ þrívegis í 1. mgr. 3. gr. og 3. mgr. 11. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

XV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi.
15. gr.

    Í stað orðanna „Veiðimálastofnunar“ og „Hafrannsóknastofnunar“ í 3. mgr. 4. gr., 5. gr., 1. mgr. 6. gr., 2. mgr. 7. gr., 1. mgr. 12. gr. og 1. og 3. mgr. 19. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 36/2011, um stjórn vatnamála.
16. gr.

    Orðið „Veiðimálastofnun“ í 2. mgr. 9. gr. laganna fellur brott og í stað orðsins „Hafrannsóknastofnun“ í sömu málsgrein kemur: Haf- og vatnarannsóknum.

17. gr.

    Í stað orðanna „Veiðimálastofnun og Hafrannsóknastofnun“ í 1. og 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: og Haf- og vatnarannsóknir.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2011, um skeldýrarækt.
18. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 2. mgr. 5. gr., 6. gr., 2. mgr. 7. gr., 3. mgr. 9. gr. og 17. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 60/2013, um náttúruvernd.

19. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 15. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „átta“ í 2. málsl. kemur: sjö.
     b.      Í stað orðanna „Veiðimálastofnun, Hafrannsóknastofnun“ kemur: Haf- og vatnarannsóknir.

20. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnun“ í 1. mgr. 39. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsóknir.

21. gr.

    Í stað orðanna „Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun tilnefna einn fulltrúa sameiginlega“ í 4. mgr. 63. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsóknir einn fulltrúa.

XIX. KAFLI

Gildistaka.

22. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2016.
    

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

    Frumvarp þetta er samið að tilhlutan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en með frumvarpinu eru lagðar til tilteknar breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar. Frumvarp þess efnis, þ.e. frumvarp til laga um Haf- og vatnarannsóknir, er lagt fyrir Alþingi samhliða þessu frumvarpi. Með því frumvarpi er lagt til að stofnuð verði ný ríkisstofnun, Haf- og vatnarannsóknir, sem taki við verkefnum beggja stofnananna, þ.e. Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar, en þær verði lagðar niður frá og með sama tíma, þ.e. við gildistöku laganna, 1. janúar 2016. Með frumvarpi þessu eru lagðar til nauðsynlegar breytingar sem gera verður á ýmsum lögum vegna sameiningar framangreindra ríkisstofnana, en að mestu leyti er einungis um að ræða nafnbreytingar í lögum þar sem vísað er til Hafrannsóknastofnunar eða Veiðimálastofnunar. Frumvarp þetta felur að öðru leyti ekki í sér efnisbreytingar nema að því er varðar tilteknar breytingar á skipan nefnda sem skipaðar eru fulltrúum sem tilnefndir eru af báðum stofnunum og eru málefni einungis færð til hinnar nýju stofnunar.
    Við samningu frumvarpsins var haft samráð við ráðuneyti í þeim tilvikum þegar fjallað var um málaflokka þeirra.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1.–11. gr.

    Um er að ræða breytingar sem leiða af því að verkefni Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar eru flutt til nýrrar stofnunar, Haf- og vatnarannsókna.

Um 12. gr.

    Um er að ræða breytingar á skipan fisksjúkdómanefndar sem starfar samkvæmt lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum, og eru vegna niðurlagningar Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar. Samkvæmt gildandi lögum tilnefna Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun hvor sinn fulltrúa í fisksjúkdómanefnd. Samkvæmt ákvæðinu er gert ráð fyrir að tveir fulltrúar verði skipaðir í fisksjúkdómanefnd samkvæmt tilnefningu hinnar nýju stofnunar, Haf- og vatnarannsókna, og verði annar sérfróður um ferskvatnsfiska en hinn um sjávardýr. Með því er í raun haldið óbreyttri skipan nefndarinnar.

Um 13.–18. gr.

    Um er að ræða breytingar sem leiða af því að verkefni Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar eru flutt til nýrrar stofnunar, Haf- og vatnarannsókna.

Um 19. gr.

    Um er að ræða breytingar á skipan fagráðs náttúruminjaskrár sem starfar samkvæmt lögum nr. 60/2013, um náttúruvernd, og eru vegna niðurlagningar Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar. Samkvæmt gildandi lögum tilnefna Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun hvor sinn fulltrúa í fagráð náttúruminjaskrár, en samkvæmt ákvæðinu er gert ráð fyrir að einn fulltrúi verði skipaður í fagráðið samkvæmt tilnefningu hinnar nýju stofnunar, Haf- og vatnarannsókna. Samkvæmt því fækkar fulltrúum í fagráðinu um einn og verða þeir sjö í stað átta samkvæmt gildandi lögum. Ekki er talin sérstök ástæða til að hin nýja stofnun tilnefni tvo fulltrúa í ráðið.

Um 20.–21. gr.

    Um er að ræða breytingar sem leiða af því að verkefni Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar eru flutt til nýrrar stofnunar, Haf- og vatnarannsókna.

Um 22. gr.

    Ákvæðið þarfnast ekki skýringa.



Fylgiskjal.


Fjármála- og efnahagsráðuneyti,
skrifstofa opinberra fjármála:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar
Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar.

    Með frumvarpi þessu eru lagðar til tilteknar breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar í eina stofnun, Haf- og vatnarannsóknir, sem gert er ráð fyrir að taki gildi 1. janúar 2016. Að mestu leyti er um að ræða nafnbreytingar í lögum þar sem vísað er til Hafrannsóknastofnunar eða Veiðimálastofnunar. Frumvarpið er lagt fram samhliða frumvarpi til laga um Haf- og vatnarannsóknir og er að öðru leyti vísað til mats á fjárhagsáhrifum um það frumvarp.
    Ekki verður séð að frumvarp þetta muni hafa áhrif á útgjöld ríkissjóðs verði það óbreytt að lögum.