Ferill 205. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 211  —  205. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um veginn um Brekknaheiði og Langanesströnd.

Frá Kristjáni L. Möller.


     1.      Hver er heildarlengd vegarins um Brekknaheiði og hvað er langur hluti hans malarvegur?
     2.      Hversu margar veglínur hafa verið skoðaðar þar og hverjar eru helstu kennitölur þeirra, svo sem hæð yfir sjó, hönnunarstuðull og heildarkostnaður, og með hvaða veglínu mælir Vegagerðin?
     3.      Hversu langur kafli vegarins um Langanesströnd (nr. 85) er malarvegur og hvernig skiptist hann eftir svæðum?
     4.      Hafa verið gerðar kostnaðaráætlanir um einstaka kafla hans og ef svo er, hvernig er skiptingin og hver er kostnaðurinn?
     5.      Við hvaða veghönnunarforsendur hefur Vegagerðin miðað varðandi veginn um Langanesströnd?
     6.      Hversu margar einbreiðar brýr eru á fyrrgreindri leið og hvert er ástand þeirra? Er hægt að notast við einhverjar þeirra til bráðabirgða og lækka með því framkvæmdakostnað?
    Óskað er eftir að skýringarkort fylgi.


Skriflegt svar óskast.