Ferill 208. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 214  —  208. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um ráðstöfun fjár til að
efla símenntun og önnur námstækifæri fullorðinna.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hvernig og eftir hvaða reglum hyggst ráðuneytið ráðstafa fé á liðnum 02-451 Framhaldsfræðsla í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2016, þ.e. framlagi sem hefur hækkað um um 105 millj. kr. í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 28. maí 2015 um aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði með því að efla símenntunarstöðvar, námstækifæri fyrir nemendur 25 ára og eldri og vinnustaðanámssjóð?
     2.      Hvernig og eftir hvaða reglum hyggst ráðuneytið ráðstafa þeirri 95 millj. kr. hækkun á framlagi í vinnustaðanámssjóð sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu?


Skriflegt svar óskast.