Ferill 217. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 225  —  217. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um áfengis- og tóbaksneyslu.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


     1.      Hefur ráðherra stuðlað að því eða haft áætlun um að efla gagnreyndar rannsóknir á áfengis- og tóbaksneyslu, þ.m.t. ólæknandi sjúkdómum, krabbameini og lífsstílssjúkdómum af völdum neyslunnar?
     2.      Hefur ráðherra stuðlað að því eða haft áætlun um að efla gagnreyndar rannsóknir á börnum og ungmennum sem alast upp hjá einum eða fleiri umönnunaraðilum sem eiga við alvarlega áfengismisnotkun að stríða?
     3.      Hefur ráðherra stuðlað að því eða haft áætlun um að efla gagnreyndar aðgerðir til að draga úr áfengisneyslu og skaðlegum áhrifum áfengis?