Ferill 218. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 226  —  218. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um ógerilsneydda mjólk.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


     1.      Hvenær var síðast gert áhættumat vegna sölu á ógerilsneyddri mjólk hérlendis?
     2.      Hefur hreinlæti og aðbúnaður mjólkurframleiðslu tekið breytingum til batnaðar síðan þá?
     3.      Hefur ráðherra kynnt sér þau skilyrði sem dönsk kúabú verða að uppfylla til að fá söluleyfi á ógerilsneyddri mjólk og telur hann að yfirfæra mætti þau á íslenskar aðstæður? Hver er munurinn á þeim og reglum sem snúa að hefðbundinni mjólkursölu hérlendis?
     4.      Hvers vegna er sala á broddmjólk leyfð í milliliðalausri sölu en ekki sala á ógerilsneyddri mjólk?
     5.      Telur ráðherra að endurskoða eigi áhættumatið og kanna sölu á ógerilsneyddri mjólk í milliliðalausri sölu?


Skriflegt svar óskast.