Ferill 235. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 251  —  235. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um greiðslur
almannatrygginga til örorkulífeyrisþega.

Frá Herði Ríkharðssyni.


    Hversu margir örorkulífeyrisþegar, sem voru búsettir á Íslandi á árunum 2013 og 2014 en fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna búsetu erlendis, féllu í eftirtalda tekjuflokka á árunum 2013 og 2014 (skattskyldar tekjur í maí og nóvember) sem miðast við allar skattskyldar tekjur, að meðtöldum skattskyldum bótum almannatrygginga:
                   0–79.999 kr.,
                   80.000–99.999 kr.,
                   100.000–129.999 kr.,
                   130.000–149.999 kr.,
                   150.000–169.999 kr.,
                   170.000–189.999 kr.,
                   190.000–209.999 kr.,
                   210.000–229.999 kr.,
                   230.000 kr. eða hærri?


Skriflegt svar óskast.
        

Greinargerð.

    Fyrirspurn um sama efni var lögð fram á 144. löggjafarþingi, sbr. 5. tölul. 601. máls. Í svari ráðherra var þó ekki tekið tillit til bóta almannatrygginga. Fyrirspurnin er því lögð fram að nýju.