Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 264  —  244. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um kyrrsetningu loftfara.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


    Hversu oft frá árinu 2009 hafa loftför verið kyrrsett, t.d. en þó ekki eingöngu vegna tímabundinnar afturköllunar eða ógildingar á lofthæfisstaðfestingarvottorði, í kjölfar 1. eða 2. stigs fráviks sem komið hefur í ljós við framkvæmd ACAM-úttektar samkvæmt grein M.B.303 í viðauka I við reglugerð (EB) nr. 2042/2003, sbr. reglugerð nr. 206/2007? Svar óskast sundurliðað eftir árlegum fjölda.


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Með vísan til svars við fyrirspurn um loftför á 144. löggjafarþingi (821. mál) er áréttað að ákvörðun um kyrrsetningu loftfars í kjölfar fráviks sem kemur í ljós við skoðun þess er stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Það er meginregla í stjórnsýslurétti að stjórnvöldum beri að sjá til þess að það liggi fyrir í gögnum þeirra hvaða afgreiðslu mál sem þau hafa til meðferðar hljóta. Á stjórnvöldum hvílir því skráningarskylda um þau mál sem þau hafa til meðferðar, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014, 26. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og 22. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996.