Ferill 134. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 274  —  134. mál.
Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni
um innleiðingu EES-gerða.


     1.      Hversu margar gerðir hafa stofnanir Evrópusambandsins samþykkt og gefið út á ári hverju 2005–2014?
    Í eftirfarandi töflu er sýndur fjöldi gerða, þ.e. tilskipana, reglugerða og ákvarðana, sem stofnanir Evrópusambandsins hafa samþykkt á ári hverju 2005–2014.

Ár Tilskipanir Reglugerðir Ákvarðanir
2005 90 2177 721
2006 142 2021 802
2007 76 1570 775
2008 124 1343 783
2009 166 1284 742
2010 91 1254 713
2011 100 1385 850
2012 53 1273 745
2013 78 1420 711
2014 97 1393 894

    Um er að ræða gerðir á öllum málasviðum Evrópusambandsins, einnig þeim sviðum sem falla ekki undir gildissvið EES-samningsins. Jafnframt eru þar taldir með úrskurðir í formi ákvarðana sem kunna að beinast að fyrirtækjum en samsvarandi ákvarðanir í tveggja stoða kerfinu eru teknar af Eftirlitsstofnun EFTA.
    
     2.      Hversu margar þessara gerða hafa verið teknar upp í EES-samninginn, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, og innleiddar hér á landi í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt honum?
    Í eftirfarandi töflu er sýndur fjöldi gerða sem tekinn hefur verið upp í EES-samninginn ár hvert á tímabilinu 2005–2014. Tölur í svigum sýna fjölda ákvarðana sameiginlegu EES- nefndarinnar (ÁSN) á ári á sama tímabili.

Ár Fjöldi gerða
2005 312 (156 ÁSN )
2006 340 (159 ÁSN )
2007 415 (170 ÁSN )
2008 218 (130 ÁSN )
2009 283 (159 ÁSN )
2010 346 (139 ÁSN )
2011 372 (164 ÁSN )
2012 486 (233 ÁSN )
2013 400 (235 ÁSN )
2014 627 (291 ÁSN )

    Langflestar þessara gerða eiga við um Ísland og hafa verið innleiddar hér á landi. Þó ber að taka fram að inni í þessum tölum eru einstaka gerðir sem ekki eiga við um Ísland, t.d. gerðir er varða viðskipti með lifandi dýr.

     3.      Hversu margar fyrrgreindra gerða hafa krafist lagabreytinga við innleiðingu hér á landi?
    Í eftirfarandi töflu er sýndur áætlaður fjöldi gerða sem tekinn hefur verið upp í EES- samninginn og krafist hefur lagabreytinga ár hvert á tímabilinu 2005–2014. Tölur í svigum sýna fjölda ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar (ÁSN) á ári á sama tímabili sem tekinn hefur verið með stjórnskipulegum fyrirvara, sbr. 103. gr. EES-samningsins, en slíkur fyrirvari er gerður þegar ákvörðun krefst lagabreytingar.

Ár

Fjöldi gerða

2005 17 (11 ÁSN )
2006 25 (18 ÁSN )
2007 92 (21 ÁSN )
2008 29 (17 ÁSN )
2009 35 (19 ÁSN )
2010 30 (17 ÁSN )
2011 31 (10 ÁSN )
2012 25 (17 ÁSN )
2013 15 (11 ÁSN )
2014 7 (4 ÁSN )