Ferill 254. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 276 — 254. mál.
Fyrirspurn
til félags- og húsnæðismálaráðherra um fjárveitingar til endurhæfingar geðsjúkra.
Frá Ernu Indriðadóttur.
1. Hver eru rökin fyrir því að félagasamtökum sem veita geðsjúkum endurhæfingu er mismunað með fjárveitingum frá ríkinu?
2. Hvers vegna hefur umsóknum Hugarafls um styrki til endurhæfingar geðsjúkra verið hafnað?
Skriflegt svar óskast.
Greinargerð.