Ferill 301. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 333  —  301. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um lífeyrissjóðsiðgjöld
og stéttarfélagsgjöld.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Á grunni hvaða laga innheimta fyrirtæki lífeyrissjóðsiðgjöld af ólögráða og ófjárráða börnum og draga frá launum þeirra?
     2.      Eru dæmi þess að börn séu látin greiða félagsgjöld til stéttarfélaga og ef svo er, á hvaða lagagrunni byggist það og er það í samræmi við ákvæði stjórnarskrár um félagafrelsi?


Skriflegt svar óskast.