Ferill 302. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 334  —  302. mál.
Fyrirspurntil fjármála- og efnahagsráðherra um afnám verðtryggingar.

Frá Björgvini G. Sigurðssyni.


     1.      Liggur fyrir eða er unnið að tímasettri áætlun um afnám verðtryggingar? Ef svo er, til hvaða lánaflokka mun verðtryggingarbann ná og hverra ekki?
     2.      Næði verðtryggingarbann einnig til lífeyrisskuldbindinga?
     3.      Verði lagt til bann við verðtryggingu yrði þá sett þak á upphæð breytilegra vaxta og hvert yrði þá vaxtaþakið?


Skriflegt svar óskast.