Ferill 311. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 359  —  311. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um lögmæti smálána.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hefur farið fram ítarleg athugun í ráðuneytinu, eða eftir atvikum hjá dómstólum, á lögmæti svokallaðra smálána?
     2.      Hefur einhver samræða um þessa tegund lánastarfsemi átt sér stað á vettvangi EES eða Evrópusambandsins?
     3.      Hefur ráðherra upplýsingar um hvernig lán þessi eru innheimt og hversu hart er fram gengið í þeim efnum?
     4.      Geta smálánafyrirtæki átt lögmætar kröfur á aðstandendur lánþega og þekkir ráðherra dæmi um tilraunir smálánafyrirtækja til að innheimta hjá aðstandendum?
     5.      Hefur verið kannað hjá ráðuneytinu eða undirstofnunum þess hvort ólögmætri nauðung hafi verið beitt við lántökur hjá smálánafyrirtækjum, t.d. við innheimtu fíkniefnaskulda?
     6.      Hafa lánþegar sem fastir eru í viðjum smálána einhver úrræði hjá hinu opinbera til að komast úr þeim viðjum og ef svo er ekki, telur ráðherra þörf á slíkum úrræðum eða aðstoð?