Ferill 313. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 361  —  313. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um tryggingu fyrir efndum húsaleigu.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Telur ráðherra breytinga þörf á lagaramma um tryggingafé eða annars konar tryggingu sem leigusalar geta krafist af leigjendum íbúðarhúsnæðis á almennum markaði?
     2.      Telur ráðherra fyrirhugaðar breytingar á húsaleigulögum að þessu leyti fullnægjandi til að frjáls leigumarkaður geti þróast á þann veg að fólk eigi raunhæft val um að vera á leigumarkaði?
     3.      Telur ráðherra að lágtekju- og millitekjufólk eigi raunhæfan kost á að inna af hendi margra mánaða fyrirframgreiðslu á húsaleigu miðað við meðalverð á húsaleigu á höfuðborgarsvæðinu?
     4.      Hvaða aðrar leiðir leggur ráðherra til að farnar verði til að koma til móts við eða aðstoða fólk sem ekki á rétt í félagslega húsnæðiskerfinu og á hvorki fé fyrir útborgun í eigin húsnæði né hárri kröfu um tryggingafé vegna leiguhúsnæðis?