Ferill 314. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 362  —  314. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um laun fyrir störf meðan á verkfalli stendur.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hvert er mat ráðherra á niðurstöðu félagsdóms í máli Ljósmæðrafélags Íslands gegn íslenska ríkinu, nr. 22/2015, og séráliti því sem tveir dómarar skiluðu?
     2.      Hverja telur ráðherra vera réttarstöðu starfsmanns sem ekki fær laun fyrir sannanlega unnar vaktir?
     3.      Telur ráðherra ástæðu til að hlutast til um breytingar á reiknireglu um laun fyrir störf sem unnin eru þegar verkfall stendur yfir, sbr. vinnureglur starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins nr. 6/2001?


Skriflegt svar óskast.