Ferill 318. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 368  —  318. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um biðlista vegna greiningar á athyglisbresti með ofvirkni (ADHD).

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


     1.      Er ráðherra kunnugt um að fleiri en 600 fullorðnir einstaklingar bíða greiningar og meðferðar vegna athyglisbrests með ofvirkni?
     2.      Hvað telur ráðherra viðunandi biðtíma eftir greiningu fyrir börn annars vegar og fullorðna hins vegar?
     3.      Hvaða vinna er í gangi í velferðarráðuneytinu til að bregðast við þeim bráðavanda sem við blasir vegna biðtíma eftir greiningu og meðferð vegna athyglisbrests með ofvirkni hjá fullorðnum?
     4.      Hvaða vinna er í gangi við að skilgreina betur ferlið frá skimun til endanlegrar greiningar, þ.m.t. verkaskiptingu stofnana svo að einstaklingar í leit að aðstoð, foreldrar barna eða fullorðnir, þurfi ekki að finna út sjálfir hvar hjálp er að fá og lenda á biðlistum í hverju skrefi?