Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 379  —  172. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um stöðugleikaskatt (nauðasamningsgerð slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (FSigurj, SÁA, GStein, LínS, VilB, WÞÞ).


     1.      3. gr. orðist svo:
                  Við 2. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: lögaðilar sem áður störfuðu sem viðskiptabankar eða sparisjóðir, sbr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, en hafa fengið frumvarp að nauðasamningi samþykkt á fundi sem boðaður hefur verið á grundvelli 2. málsl. 3. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og lagt fram skriflega kröfu um staðfestingu nauðasamnings fyrir héraðsdómara skv. IX. kafla laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.
     2.      Í stað tilvísunarinnar „6. og 7. málsl.“ í c-lið 4. gr. komi: 6.–8. málsl.
     3.      Við bætist nýr kafli, IV. kafli, Breyting á lögum um stöðugleikaskatt, nr. 60/2015, með einni grein, 5. gr., svohljóðandi:
                  Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. skulu þeir aðilar sem áður störfuðu sem viðskiptabankar eða sparisjóðir, sbr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, en sæta slitameðferð, sbr. 101. gr. sömu laga, ekki teljast til skattskyldra aðila samkvæmt lögum þessum hafi þeir lokið slitameðferð með staðfestum nauðasamningi fyrir 15. mars 2016.
                  Sama tímamark skal gilda við afmörkun á skattskyldu þeirra aðila sem falla undir 2. málsl. 2. gr. laga þessara.
                  Lengri frestur til að ljúka slitameðferð skv. 1. mgr. er bundinn því skilyrði að þeir aðilar sem undir ákvæðið falla hafi fengið frumvarp að nauðasamningi samþykkt á fundi sem boðaður hefur verið á grundvelli 2. málsl. 3. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og lagt fram skriflega kröfu um staðfestingu nauðasamnings fyrir héraðsdómara skv. IX. kafla laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., fyrir 31. desember 2015.
                  Við afmörkun á skattstofni samkvæmt ákvæði þessu skal miða við heildareignir skattskylds aðila 31. desember 2015. Um frádráttarliði frá stöðugleikaskatti fer eftir 5. gr.