Ferill 109. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 385 — 109. mál.
Svar
fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni
um eignir og tekjur landsmanna.
Gögn til að svara þessari fyrirspurn fengust hjá embætti ríkisskattstjóra og byggjast á skattframtölum. Um er að ræða tölur um alla einstaklinga að meðtöldum svokölluðum handreiknuðum (það eru einstaklingar þar sem framtölum er að einhverju leyti ábótavant) miðað við stöðuna strax að loknum framtalsskilum í júlí, fyrir breytingar sem gerðar hafa verið vegna kærumeðferðar og síðbúinna framtala. Gögnum er raðað eftir öllum fjölskyldunúmerum þannig að hjón eru saman og teljast sem einn. Hver hópur samanstendur því af einhleypingum og hjónum. Vakin er athygli á því að í upplýsingagrunninum sem hér er byggt á er að finna alla sem eru á álagningarskrá á hverju ári. Árið 1992 er um að ræða tæplega 144 þúsund fjölskyldur en árið 2014 eru þær tæplega 205 þúsund sem þýðir að 0,1% hópurinn samanstendur af 140 til 204 fjölskyldum. Unglingur í foreldrahúsum telst í þessum upplýsingum sérstök fjölskylda frá 16 ára aldri. Margir þeirra eru með litlar sem engar tekjur eða eignir. Alþjóðlegur samanburður á þeim upplýsingum sem hér er að finna er vandkvæðum bundinn vegna þess að alþjóðastofnanir safna ekki gögnum um tekjudreifingu með samræmdum hætti og með þeirri nákvæmni sem hér er að finna.
Hlutabréf eru talin á nafnvirði í þessum gögnum og fasteignir eru taldar á fasteignamatsverði.
Gæði gagna eru að mestu leyti óbreytt yfir þann tíma sem hér um ræðir með þeirri undantekningu sem varð á framtali 2009 vegna eigna í árslok 2008. Þá voru innstæður og vextir af innstæðum forskráð á skattframtöl og hafa verið það síðan. Tæplega 100 þúsund manns höfðu ekki talið fram bankainnstæður árið áður. Þetta þýddi að innstæður og vextir af innstæðum hækkuðu gríðarlega á milli framtala 2008 og 2009. Þetta hafði hins vegar ekki afgerandi áhrif á hlutfallstölurnar á þessum tíma.
Rétt er að vekja athygli á að þessi gögn sýna að hlutdeild hinna ríkustu hefur farið stöðugt minnkandi frá því hún var hæst á flesta mælikvarða. Þannig hefur hlutdeild efstu 5% þeirra sem eiga mestar heildareignir minnkað um 10 prósentustig frá 2010. Eigið fé eignamesta 0,1% landsmanna minnkaði raunar milli áranna 2013 og 2014. Eigið fé þeirra tekjuhæstu hefur minnkað um 10 prósentustig frá 2008 þegar hlutfallið var hæst. Hið sama gildir um heildareignir. Efsta 0,1% landsmanna að tekjum til átti 6,1% eigin fjár þjóðarinnar árið 2008 en á nú 3,5%. Þessi sami hópur átti 4,2% af heildareignum það ár en á nú 2,1%. Þetta stafar af því að aðrir hópar greiða niður skuldir hraðar en þeir tekjuhæstu. Minni breyting hefur átt sér stað í hlutdeild tekjuhæstu hópanna af heildartekjum án fjármagnstekna þótt hún hafi dregist saman frá því mest var 2007 og hafi haldið áfram að gera það 2014 frá 2013. Hið sama gildir þegar fjármagnstekjur eru taldar með þótt vitað sé að þær dreifast mun ójafnar en aðrar tekjur.
Þótt athuganir OECD séu ekki jafn nákvæmar og þau gögn sem hér eru sýnd eru þau samanburðarhæf milli landa. Að mati OECD er Ísland í sjötta neðsta sæti aðildarríkjanna að því er varðar hlutdeild tekjuhæstu 10% landsmanna. Þá skiptir ekki síður máli að Ísland er í fjórða efsta sæti aðildarríkja OECD að því er varðar hlutdeild tekjulægstu 10 prósentanna í heildartekjum og í þriðja sæti að því er varðar hlutdeild tekjulægsta fimmtungsins.
1. Hvert er eigið fé þeirra a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna sem mest eiga árið 2014 og hvert er hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna árið 2014? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2013?
Eigið fé þeirra 5% landsmanna sem eiga mest árið 2014 er 1.127,8 milljarðar kr. og hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna er 46,1%, eigið fé þess 1% landsmanna sem mest eiga árið 2014 er 507,2 milljarðar kr. og hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna er 20,7% og eigið fé þess 0,1% landsmanna sem mest eiga árið 2014 er 167,7 milljarðar kr. og hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna er 6,9%.
Tafla 1. Upphæð og hlutfall eigin fjár hjá ríkasta hluta landsmanna af
heildar eigin fé 1997–2014 raðað eftir heildareignum.
Efstu 5% | Efsta 1% | Efsta 0,1% | ||||
Ár | Eigið fé, millj. kr. | Hlutfall af heild | Eigið fé, millj. kr. | Hlutfall af heild | Eigið fé, millj. kr. | Hlutfall af heild |
1997 | 207.300 | 37,6% | 89.139 | 16,2% | 25.291 | 4,6% |
1998 | 228.350 | 38,5% | 99.660 | 16,8% | 29.352 | 4,9% |
1999 | 259.070 | 38,0% | 113.422 | 16,6% | 32.538 | 4,8% |
2000 | 286.654 | 37,7% | 124.563 | 16,4% | 37.231 | 4,9% |
2001 | 318.178 | 37,1% | 137.221 | 16,0% | 39.348 | 4,6% |
2002 | 346.316 | 38,1% | 155.928 | 17,1% | 49.443 | 5,4% |
2003 | 390.889 | 38,6% | 180.944 | 17,9% | 60.941 | 6,0% |
2004 | 445.154 | 38,1% | 201.653 | 17,2% | 64.114 | 5,5% |
2005 | 571.814 | 37,2% | 254.767 | 16,6% | 79.922 | 5,2% |
2006 | 695.240 | 40,7% | 328.875 | 19,3% | 112.685 | 6,6% |
2007 | 886.009 | 43,6% | 447.733 | 22,0% | 174.226 | 8,6% |
2008 | 931.468 | 47,2% | 474.197 | 24,0% | 173.848 | 8,8% |
2009 | 963.405 | 50,4% | 480.084 | 25,1% | 170.799 | 8,9% |
2010 | 894.256 | 56,3% | 448.976 | 28,3% | 162.119 | 10,2% |
2011 | 943.132 | 50,9% | 443.241 | 23,9% | 155.020 | 8,4% |
2012 | 1.010.609 | 48,7% | 470.267 | 22,7% | 167.120 | 8,1% |
2013 | 1.051.915 | 47,8% | 482.697 | 21,9% | 168.667 | 7,7% |
2014 | 1.127.797 | 46,1% | 507.223 | 20,7% | 167.754 | 6,9% |
2. Hverjar eru heildareignir þeirra a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna sem mest eiga árið 2014 og hvert er hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna árið 2014? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2013?
Heildareignir þeirra 5% landsmanna sem mest eiga árið 2014 eru 1.321,9 milljarðar kr. og hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna er 31,4%, heildareignir 1% landsmanna sem mest eiga árið 2014 eru 548,8 milljarðar kr. og hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna er 13% og heildareignir 0,1% landsmanna sem mest eiga árið 2014 eru 174,8 milljarðar kr. og hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna er 4,2%.
Tafla 2. Upphæð og hlutfall heildareigna hjá ríkasta hluta landsmanna 1997–2014.
Efstu 5% | Efsta 1% | Efsta 0,1% | ||||
Ár | Heildareignir, millj. kr. | Hlutfall af heild | Heildareignir, millj. kr. | Hlutfall af heild | Heildareignir, millj. kr. | Hlutfall af heild |
1997 | 240.924 | 27,3% | 97.404 | 11,0% | 27.457 | 3,1% |
1998 | 271.489 | 28,3% | 115.708 | 12,1% | 35.299 | 3,7% |
1999 | 302.888 | 27,6% | 125.126 | 11,4% | 35.570 | 3,2% |
2000 | 341.328 | 27,6% | 140.171 | 11,3% | 41.876 | 3,4% |
2001 | 379.203 | 27,0% | 154.552 | 11,0% | 45.720 | 3,3% |
2002 | 406.230 | 27,1% | 169.783 | 11,3% | 52.777 | 3,5% |
2003 | 459.505 | 27,5% | 196.977 | 11,8% | 64.891 | 3,9% |
2004 | 534.942 | 27,8% | 225.007 | 11,7% | 70.273 | 3,6% |
2005 | 700.350 | 28,5% | 292.425 | 11,9% | 90.397 | 3,7% |
2006 | 868.982 | 30,8% | 382.162 | 13,6% | 128.595 | 4,6% |
2007 | 1.119.181 | 33,1% | 523.029 | 15,5% | 195.915 | 5,8% |
2008 | 1.196.965 | 32,7% | 554.000 | 15,1% | 200.779 | 5,5% |
2009 | 1.233.236 | 32,4% | 561.351 | 14,8% | 197.110 | 5,2% |
2010 | 1.133.909 | 32,7% | 517.756 | 14,9% | 183.550 | 5,3% |
2011 | 1.148.891 | 31,8% | 500.980 | 13,9% | 169.389 | 4,7% |
2012 | 1.216.725 | 31,5% | 523.679 | 13,6% | 180.929 | 4,7% |
2013 | 1.255.294 | 31,5% | 531.540 | 13,3% | 181.580 | 4,6% |
2014 | 1.321.944 | 31,4% | 548.843 | 13,0% | 174.887 | 4,2% |
3. Hverjar eru tekjur tekjuhæstu a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna árið 2014, með og án fjármagnstekna, og hvert er hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2014? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2013?
Heildartekjur með fjármagnstekjum hjá tekjuhæstu 5% landsmanna eru 285,8 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2014 er 22%, heildartekjur með fjármagnstekjum hjá tekjuhæsta 1% eru 111,4 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2014 er 8,6% og heildartekjur með fjármagnstekjum hjá tekjuhæsta 0,1% eru 38,7 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2014 er 3%.
Tafla 3. Upphæð og hlutfall heildartekna tekjuhæsta hluta landsmanna 1997–2014.
Efstu 5% | Efsta 1% | Efsta 0,1% | ||||
Ár | Heildartekjur millj. kr. | Hlutfall af heild | Heildartekjur millj. kr. | Hlutfall af heild | Heildartekjur millj. kr. | Hlutfall af heild |
1997 | 58.348 | 18,4% | 18.916 | 6,0% | 4.266 | 1,3% |
1998 | 66.997 | 18,6% | 21.672 | 6,0% | 4.845 | 1,3% |
1999 | 78.534 | 19,2% | 26.223 | 6,4% | 6.187 | 1,5% |
2000 | 90.940 | 19,7% | 32.223 | 7,0% | 8.795 | 1,9% |
2001 | 106.117 | 20,6% | 41.584 | 8,1% | 15.384 | 3,0% |
2002 | 118.497 | 21,4% | 49.008 | 8,9% | 20.608 | 3,7% |
2003 | 138.711 | 23,2% | 64.270 | 10,8% | 31.104 | 5,2% |
2004 | 153.350 | 23,4% | 68.055 | 10,4% | 25.820 | 3,9% |
2005 | 209.261 | 27,2% | 110.690 | 14,4% | 48.628 | 6,3% |
2006 | 257.263 | 28,5% | 137.487 | 15,2% | 60.248 | 6,7% |
2007 | 366.171 | 33,2% | 222.967 | 20,2% | 112.446 | 10,2% |
2008 | 288.565 | 26,0% | 133.520 | 12,0% | 46.011 | 4,1% |
2009 | 246.419 | 23,4% | 104.259 | 9,9% | 37.188 | 3,5% |
2010 | 201.873 | 20,5% | 70.351 | 7,2% | 19.226 | 2,0% |
2011 | 217.273 | 20,7% | 73.491 | 7,0% | 18.855 | 1,8% |
2012 | 233.583 | 21,0% | 80.832 | 7,3% | 21.227 | 1,9% |
2013 | 257.610 | 21,5% | 94.398 | 7,9% | 28.117 | 2,3% |
2014 | 285.859 | 22,0% | 111.412 | 8,6% | 38.773 | 3,0% |
Heildartekjur án fjármagnstekna hjá tekjuhæstu 5% landsmanna eru 230,3 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2014 er 19,2%, heildartekjur án fjármagnstekna hjá tekjuhæsta 1% eru 70 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2014 er 5,8% og heildartekjur án fjármagnstekna hjá tekjuhæsta 0,1% eru 13,7 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2013 er 1,1%.
Tafla 4. Upphæð og hlutfall heildartekna án fjármagnstekna
hjá tekjuhæsta hluta landsmanna 1997–2014.
Efstu 5% | Efsta 1% | Efsta 0,1% | ||||
Ár | Tekjur án fjármagnstekna, millj. kr. | Hlutfall af heild | Tekjur án fjármagnstekna, millj. kr. | Hlutfall af heild | Tekjur án fjármagnstekna, millj. kr. | Hlutfall af heild |
1997 | 51.974 | 17,2% | 14.877 | 4,9% | 2.566 | 0,8% |
1998 | 60.323 | 17,5% | 17.549 | 5,1% | 3.190 | 0,9% |
1999 | 66.840 | 17,4% | 19.128 | 5,0% | 3.120 | 0,8% |
2000 | 74.571 | 17,5% | 21.671 | 5,1% | 3.769 | 0,9% |
2001 | 82.241 | 17,4% | 23.302 | 4,9% | 3.790 | 0,8% |
2002 | 89.664 | 17,7% | 25.973 | 5,1% | 4.778 | 0,9% |
2003 | 94.730 | 17,8% | 27.794 | 5,2% | 4.991 | 0,9% |
2004 | 104.895 | 18,1% | 31.697 | 5,5% | 6.232 | 1,1% |
2005 | 119.925 | 18,6% | 38.150 | 5,9% | 9.177 | 1,4% |
2006 | 140.439 | 19,1% | 45.780 | 6,2% | 11.250 | 1,5% |
2007 | 171.637 | 20,3% | 62.240 | 7,4% | 19.735 | 2,3% |
2008 | 180.983 | 19,9% | 59.871 | 6,6% | 14.239 | 1,6% |
2009 | 175.460 | 19,2% | 53.418 | 5,9% | 10.756 | 1,2% |
2010 | 173.742 | 19,0% | 52.169 | 5,7% | 10.430 | 1,1% |
2011 | 191.562 | 19,4% | 57.162 | 5,8% | 10.430 | 1,1% |
2012 | 202.594 | 19,4% | 60.892 | 5,8% | 11.181 | 1,1% |
2013 | 216.442 | 19,4% | 66.600 | 6,0% | 13.625 | 1,2% |
2014 | 230.262 | 19,2% | 70.016 | 5,8% | 13.755 | 1,1% |
4. Hvað eiga tekjuhæstu a) 10%, b) 5%, c) 1%, d) 0,1% landsmanna árið 2014 stóran hluta af annars vegar eigin fé landsmanna og hins vegar heildareignum landsmanna árið 2014? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2013?
Tekjuhæstu 10% landsmanna árið 2014 eiga 36,4% af eigin fé en 32,2% af heildareignum, tekjuhæstu 5% landsmanna eiga 24,3% af eigin fé en 19,9% af heildareignum, tekjuhæsta 1% landsmanna eiga 10,7% af eigin fé en 7,4% af heildareignum og tekjuhæsta 0,1% landsmanna eiga 3,5% af eigin fé en 2,1% af heildareignum.
Tafla 5. Hlutfall eigin fjár af heild og hlutfall heildareigna af heild
hjá tekjuhæsta hluta landsmanna 1997–2014.
Efstu 10% | Efsta 5% | Efstu 1% | Efsta 0,1% | |||||
Ár | Eigið fé | Heildareignir | Eigið fé | Heildareignir | Eigið fé | Heildareignir | Eigið fé | Heildareignir |
1997 | 29,9% | 27,8% | 20,2% | 17,6% | 9,0% | 6,8% | 2,7% | 1,9% |
1998 | 30,1% | 28,5% | 20,7% | 18,4% | 9,3% | 7,5% | 3,1% | 2,3% |
1999 | 31,8% | 29,1% | 22,2% | 18,9% | 9,7% | 7,4% | 2,8% | 1,9% |
2000 | 32,1% | 29,3% | 21,8% | 18,7% | 9,7% | 7,4% | 2,8% | 2,0% |
2001 | 30,6% | 28,5% | 20,5% | 17,9% | 9,1% | 6,9% | 2,9% | 1,9% |
2002 | 31,0% | 28,3% | 21,4% | 18,1% | 10,0% | 7,3% | 3,9% | 2,6% |
2003 | 33,0% | 29,7% | 23,2% | 19,3% | 10,9% | 8,0% | 3,9% | 2,7% |
2004 | 34,5% | 30,7% | 24,2% | 20,1% | 10,7% | 8,2% | 2,9% | 2,2% |
2005 | 36,0% | 32,1% | 25,3% | 21,3% | 11,2% | 8,9% | 3,1% | 2,5% |
2006 | 40,2% | 35,0% | 28,7% | 23,6% | 13,5% | 10,4% | 3,7% | 3,0% |
2007 | 43,4% | 37,6% | 32,1% | 26,1% | 16,3% | 12,2% | 6,1% | 4,2% |
2008 | 45,9% | 37,3% | 34,4% | 25,6% | 17,9% | 11,8% | 5,6% | 3,6% |
2009 | 42,8% | 34,6% | 32,3% | 23,4% | 17,0% | 10,4% | 5,9% | 3,2% |
2010 | 38,8% | 31,9% | 28,2% | 20,7% | 15,3% | 8,8% | 5,9% | 3,0% |
2011 | 35,5% | 30,6% | 23,9% | 19,1% | 11,0% | 7,2% | 4,4% | 2,5% |
2012 | 35,3% | 30,6% | 24,2% | 19,2% | 10,9% | 7,2% | 4,2% | 2,4% |
2013 | 35,9% | 31,3% | 24,8% | 19,8% | 11,4% | 7,6% | 4,0% | 2,4% |
2014 | 36,4% | 32,2% | 24,3% | 19,9% | 10,7% | 7,4% | 3,5% | 2,1% |