Ferill 205. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 387  —  205. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller
um Brekknaheiði og Langanesströnd.


     1.      Hver er heildarlengd vegarins um Brekknaheiði og hvað er langur hluti hans malarvegur?
    Lengd Norðausturvegar um Brekknaheiði frá Langanesvegi að Sóleyjarvöllum er 11,3 km. Þar af er malarvegur 7,4 km.

     2.      Hversu margar veglínur hafa verið skoðaðar þar og hverjar eru helstu kennitölur þeirra, svo sem hæð yfir sjó, hönnunarstuðull og heildarkostnaður, og með hvaða veglínu mælir Vegagerðin?
    Vegagerðin hefur frumhannað fjórar veglínur yfir heiðina. Þær eru merktar A, B, C og D á meðfylgjandi myndum. Vegagerðin hefur ekki valið veglínu en mun gera það í samráði við sveitarstjórn Langanesbyggðar. Veglína B eða C eru þó líklegastar. Miðað er við 8 m breiðan veg og 90 km hönnunarhraða. Í eftirfarandi töflu má sjá nánari upplýsingar um veglínurnar.

     Tafla. Helstu kennistærðir fyrir mismunandi veglínur.
Vegalengdir miðast við sama endapunkt á Brekknaheiði.

Veglína Núv.
vegur
A B C D
Samanburðarlengd km 7,76 9,97 9,7 8,89 7,97
Mism. á upphafsstað km 0 0,25 0 0,22 0,2
Aksturslengd til samanburðar, miðað við Þórshöfn km 7,76 10,22 9,37 9,11 8,17
Mism. akstursl. m.v. núv. veg km 0 2,46 1,61 1,35 0,41
Framkv.lengd km 7,43 9,64 9,38 8,56 7,64
Mesta hæð m.y.s. 162 116 124 136 155
Lengd yfir 100 m hæð km 5,7 3,86 5,24 5,55 5,8
Mesti halli % 14,2 6,4 6,7 5,6 6,6
Lengd halla >5% km 1,35 0,53 0,1 0,1 1,49
Minnsti planbogi m.y.s. 200 240 250 200 350
Minnsti hábogi m.y.s. 1.000 5.000 4.500 6.500 4.500
Klifur m 159 128 120 127 147
Lengd kafla með sjónl. <300 m km 2,18 1,42 0,38 0,92
Lengd kafla með sjónl. <500 m km 5,6 3,36 3,24 3,7
Stysta sjónvegalengd m 200 220 220 200
Tenging A km 1,8 1,32 1,68 2,03
Tenging B km 1,98 1,53 2,11 2,7
Áætlaður kostnaður í millj. kr. A B C D
Kostnaður Norðausturvegur 855 877 782 724
Kostnaður, tenging 139 107 148 189
Kostnaður alls 994 984 930 913
Kostnaður Norðausturvegur m.kr./km 88,7 93,5 91,4 94,8

     3.      Hversu langur kafli vegarins um Langanesströnd (nr. 85) er malarvegur og hvernig skiptist hann eftir svæðum?
    Tveir malarkaflar eru á veginum um Langanesströnd, um Fell 2,9 km og kaflinn frá Hellulandi að Skeggjastöðum 17,5 km, samtals 20,4 km.

     4.      Hafa verið gerðar kostnaðaráætlanir um einstaka kafla hans og ef svo er, hvernig er skiptingin og hver er kostnaðurinn?
    Áætlaður kostnaður fyrir kaflann um Fell er 170 millj. kr. og um kaflann Helluland – Skeggjastaðir 1.300 millj. kr. Tvær einbreiðar brýr eru á kaflanum frá Hellulandi að Skeggjastöðum.

     5.      Við hvaða veghönnunarforsendur hefur Vegagerðin miðað varðandi veginn um Langanesströnd?
    Kostnaðartölur miðast við 8 m breiðan veg með fullt burðarþol. Gert er ráð fyrir að vegurinn verði endurbyggður á núverandi vegarstæði. Kostnaður við að byggja brýr á Miðfjarðará og Hölkná er þar með talinn.

     6.      Hversu margar einbreiðar brýr eru á fyrrgreindri leið og hvert er ástand þeirra? Er hægt að notast við einhverjar þeirra til bráðabirgða og lækka með því framkvæmdakostnað?
    Óskað er eftir að skýringarkort fylgi.

    Hægt væri að notast við brýrnar yfir Miðfjarðará og Hölkná til bráðabirgða. Lauslega áætlað gæti það lækkað kostnaðinn um 300 millj. kr.
    Til viðbótar má nefna að einn möguleikinn gæti verið að leggja bundið slitlag á þessa tvo vegarkafla með lágmarkslagfæringum. Kostnaður við þá framkvæmd gæti orðið rúmlega 600 millj. kr. í stað 1.000 millj. kr. eins og að ofan greinir þar sem miðað var við 8 m breiðan veg með fullt burðarþol.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Brekknaheiði, veglínur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Langanesströnd, yfirlitsmynd, um Fell.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Helluland–Skeggjastaðir.