Ferill 140. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 407  —  140. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013, með síðari breytingum (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.).

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


     1.      Orðin „á jörðu“ í c-lið 1. gr. falli brott.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðsins „stjórnvaldsákvörðun“ í a-lið komi: ákvörðun.
                  b.      B-liður falli brott.
     3.      B-liður 4. gr. falli brott.
     4.      A-liður 6. gr. orðist svo: 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.
     5.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðanna „að tjalda til einnar nætur á óræktuðu landi tjöldum sem ætluð eru til gistingar“ í a-lið komi: að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur á óræktuðu landi, sé tjaldsvæði ekki í næsta nágrenni.
                  b.      B-liður falli brott.
                  c.      C-liður orðist svo: 3. mgr. orðast svo:
                      Utan þéttbýlis skal leita leyfis landeiganda eða annars rétthafa ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða.
                  d.      Í stað orðanna „slá upp tjöldum sem ætluð eru til gistingar“ í d-lið komi: tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum.
     6.      Við 11. gr.
                  a.      2. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Á eftir orðinu „sveitarfélag“ í 4. málsl. 1. mgr. komi: landeiganda og aðra hagsmunaaðila.
                  c.      2. mgr. falli brott.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Takmörkun umferðar í óbyggðum.
     7.      Á eftir 11. gr. komi ný grein sem orðist svo:
                      Á eftir 25. gr. laganna kemur ný grein, 25. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Takmörkun umferðar vegna ágangs.

                      Ef veruleg hætta er á tjóni af völdum mikillar umferðar eða vegna sérstaklega viðkvæms ástands náttúru getur Umhverfisstofnun ákveðið að takmarka umferð eða loka viðkomandi svæði tímabundið fyrir ferðamönnum að fenginni tillögu hlutaðeigandi sveitarfélags eða landeiganda eða að eigin frumkvæði. Samráð skal haft um slíka ákvörðun við hlutaðeigandi sveitarfélag og fulltrúa ferðaþjónustu og útivistarfólks sem ætla má að hyggi á ferðir um svæðið. Ef um eignarland er að ræða skal ætíð haft samráð við eiganda lands eða rétthafa áður en ákvörðun er tekin. Takmörkunin eða lokunin skal að jafnaði ekki standa lengur en tvær vikur en ef nauðsyn krefur er heimilt að framlengja hana, að fenginni staðfestingu ráðherra. Ákvörðun samkvæmt þessari grein skal birta í dagblöðum og útvarpi og á vefsíðum Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar.
     8.      Við efnismálsgrein a-liðar 12. gr. bætist: og að tilkynna skuli Náttúrufræðistofnun Íslands um magn og tegund þess sem tínt er og tínslustað. Umhverfisstofnun er heimilt að banna eða takmarka tínslu einstakra tegunda eða tínslu á afmörkuðum svæðum ef það er nauðsynlegt vegna verndunar einstakra tegunda eða til að koma í veg fyrir ofnýtingu svæða. Ákvarðanir um bann eða takmarkanir á tínslu einstakra tegunda eða tínslu á afmörkuðum svæðum skulu háðar staðfestingu ráðherra og skulu birtar með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
     9.      Við 13. gr.
                  a.      A-liður falli brott.
                  b.      Við bætist nýr stafliður sem orðist svo: Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Sé óvissa um hvort undanþága frá banni við akstri utan vega geti valdið mögulegum alvarlegum eða óafturkræfum náttúruspjöllum skal umsækjandi um undanþágu afla sérfræðiálits um mat á því hvaða áhrif á náttúruna undanþágan getur haft. Heimilt er að binda undanþáguna skilyrðum til að draga úr óæskilegum áhrifum á náttúruna. Við mat á því hvað teljast óæskileg áhrif skal taka mið af verndarmarkmiðum 2. og 3. gr., sbr. 9. gr.
     10.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað orðanna „afgreiðslu aðalskipulags, sbr. 32. gr.“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: afgreiðslu aðalskipulags eða breytinga á aðalskipulagi, sbr. 32. og 36. gr.
                  b.      Á eftir 1. málsl. 2. mgr. komi nýr málsliður sem orðist svo: Sveitarfélögum er einnig heimilt að gera tillögu skv. 1. málsl. við gerð svæðisskipulags, sbr. 21. gr. skipulagslaga.
                  c.      Orðin „um vegi“ í 1. málsl. 5. mgr. falli brott.
     11.      Í stað orðanna „nema nauðsyn beri til“ í c-lið 17. gr. komi: nema almannahagsmunir krefjist þess.
     12.      B-liður 18. gr. falli brott.
     13.      B- og c-liður 20. gr. falli brott.
     14.      21. gr. falli brott.
     15.      Við 22. gr. bætist: og getur sýnt fram á að sé verulega umfram þær takmarkanir sem má finna í sambærilegum friðlýsingum eða ákvörðunum.
     16.      B-liður 27. gr. falli brott.
     17.      Við 28. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „fossar“ í c-lið komi: og nánasta umhverfi þeirra að því leyti að sýn af þeim spillist ekki.
                  b.      Í stað orðanna „eins og kostur er“ í e-lið komi: nema brýna nauðsyn beri til.
                  c.      Á eftir j-lið komi nýr stafliður sem orðist svo: Við 58. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Sé óvissa um hvort undanþága samkvæmt ákvæði þessu hafi í för með sér alvarleg eða óafturkræf áhrif á viðkomandi vistkerfi, vistgerð eða tegund sem friðuð er skal umsækjandi um undanþágu afla sérfræðiálits um mögulegt og verulegt tjón sem veiting undanþágunnar gæti valdið. Ráðherra er heimilt að binda undanþáguheimild skilyrðum sem þykja nauðsynleg til að draga úr slíkum áhrifum. Ráðherra skal við ákvörðun um undanþágu taka mið af verndarmarkmiðum 2. og 3. gr., sbr. 9. gr.
     18.      B-liður 34. gr. orðist svo: Í stað orðanna „nema ökutækið sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn“ í 1. málsl. 6. mgr. kemur: nema ökumaður hafi notað ökutækið í algeru heimildarleysi.
     19.      Við 36. gr.
                  a.      I. liður a-liðar b-liðar falli brott.
                  b.      Við bætist tveir nýir stafliðir sem orðist svo:
                      h.      Við b-lið 12. tölul. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Á eftir 6. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                                 Ef óvissa er um hvort fyrirhugaðar framkvæmdir hafi alvarleg eða óafturkræf áhrif á tiltekin vistkerfi og jarðminjar sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd eða minjar sem skráðar eru á C-hluta náttúruminjaskrár skv. 37. gr. sömu laga skal umsækjandi um framkvæmdaleyfi afla sérfræðiálits um möguleg og veruleg áhrif á þau vistkerfi eða jarðminjar. Sveitarstjórn er heimilt að binda framkvæmdaleyfi skilyrðum sem þykja nauðsynleg til að draga úr slíkum áhrifum. Við mat á því hvað teljast alvarleg eða óafturkræf áhrif skal taka mið af verndarmarkmiðum 2. og 3. gr., sbr. 9. gr. laga um náttúruvernd.
                      i.      Á eftir 12. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Lög um mannvirki, nr. 160/ 2010, með síðari breytingum: Við 13. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                                 Ef óvissa er um hvort fyrirhuguð byggingarleyfisskyld framkvæmd hafi alvarleg eða óafturkræf áhrif á tiltekin vistkerfi og jarðminjar sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd eða minjar sem skráðar eru á C-hluta náttúruminjaskrár skv. 37. gr. sömu laga skal umsækjandi um byggingarleyfi afla sérfræðiálits um möguleg og veruleg áhrif á þau vistkerfi eða jarðminjar. Leyfisveitanda er heimilt að binda byggingarleyfi skilyrðum sem þykja nauðsynleg til að draga úr slíkum áhrifum. Við mat á því hvað teljast alvarleg eða óafturkræf áhrif skal taka mið af verndarmarkmiðum 2. og 3. gr., sbr. 9. gr. laga um náttúruvernd.
     20.      Við 37. gr.
                  a.      Í stað „54/1999“ í f-lið komi: 54/1990.
                  b.      Við bætist nýr stafliður sem orðist svo: Við bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
                      6.      Þar til sveitarfélög hafa gert breytingar á aðalskipulagi sínu, eða eftir atvikum svæðisskipulagi, í samræmi við ákvæði 2. mgr. 32. gr. og Vegagerðin hefur birt í vegaskrá viðkomandi vegi í náttúru Íslands sem heimilt er að aka, aðra en þjóðvegi, er heimilt að aka vélknúnum ökutækjum á greinilegum vegum í náttúru Íslands sem eru að staðaldri notaðir til umferðar vélknúinna ökutækja. Skilyrði fyrir akstri á slíkum vegum er að aksturinn falli að skilyrðum 3. mgr. 32. gr. Vinnu samkvæmt ákvæði þessu skal lokið fyrir árslok 2020.
                                 Þegar Vegagerðin hefur birt vegaskrá skv. 32. gr. skal ráðherra endurskoða ákvæði V. kafla um akstur utan vega með tilliti til reynslunnar af framkvæmd þeirra.
                      7.      Ráðherra, í samráði við hlutaðeigandi ráðherra, skal láta vinna frumvarp um ný ákvæði er taki til stýringar á ferðaþjónustunni með hliðsjón af reglum um almannarétt og á grundvelli náttúruverndar og nauðsynlegrar auðlindastýringar sem nýting ferðaþjónustunnar á náttúrunni hefur óhjákvæmilega í för með sér. Stefnt skal að því að ráðherra leggi fram frumvarp þess efnis í síðasta lagi á haustþingi 2017.