Ferill 339. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 409  —  339. mál.
Fyrirspurntil mennta- og menningarmálaráðherra um kynfræðslu
nemenda með þroskahömlun.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Hvernig fer kynfræðsla og fræðsla um einkenni góðs parsambands fram í grunn- og framhaldsskólum fyrir nemendur með þroskahömlun, hvaða námsefni er notað og hver eru skilgreind markmið fræðslunnar?
     2.      Telur ráðherra að nóg sé að gert hvað varðar kynfræðslu nemenda með þroskahömlun í grunn- og framhaldsskólum?
     3.      Er áformað að gera breytingar á þessari fræðslu nemenda með þroskahömlun, og þá hverjar?


Skriflegt svar óskast.