Ferill 232. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 413  —  232. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Heiðu Kristínu Helgadóttur
um gerð þjónustusamninga við hjúkrunarheimili.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig miðar vinnu við gerð þjónustusamninga við hjúkrunarheimilin í landinu og hvenær má ætla að þeirri vinnu ljúki og niðurstöður verði kynntar?

    Um síðustu áramót fluttist ábyrgð á gerð þjónustusamninga við hjúkrunarheimilin til Sjúkratrygginga Íslands, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 56. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands miðar vinnunni vel og er þess vænst að henni ljúki fyrir áramót og verði kynnt þegar niðurstöður liggja fyrir.