Ferill 200. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 417  —  200. mál.




Frumvarp til laga



um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar
Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar.

(Eftir 2. umræðu, 11. nóvember.)


I. KAFLI


Breyting á lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar.


1. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 20/1987, um sjómannadag.

2. gr.

    Í stað orðanna „Hafrannsóknastofnun skal“ í 4. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsóknir skulu.

III. KAFLI

Breyting á lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra.

3. gr.

    Í stað orðsins „Veiðimálastofnunar“ í 2. og 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/1994, um viðauka við lög
nr. 39 15. maí 1990, um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins.

4. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 2. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar.

5. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands.

6. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 10. mgr. 6. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

7. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 1. mgr. 6. gr., 1. og 2. mgr. 9. gr., tvívegis í 2. mgr. og í 3. og 6. mgr. 10. gr., 2. tölul. 1. mgr. 11. gr. og tvívegis í 13. gr. laganna, og í stað orðsins „Hafrannsóknastofnun“ tvívegis í 5. mgr. 10. gr. og 13. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Haf- og vatnarannsóknir; og í stað orðanna „getur Hafrannsóknastofnun“ í 4. mgr. 10. gr. laganna kemur: geta Haf- og vatnarannsóknir.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
8. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 6. gr. a laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

IX. KAFLI

Breyting á lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu

á auðlindum í jörðu.

9. gr.

    Í stað orðsins „Veiðimálastofnunar“ í 4. mgr. 5. gr. og 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

X. KAFLI
Breyting á búnaðarlögum, nr. 70/1998.
10. gr.

    Í stað orðsins „Veiðimálastofnun“ í 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsóknum.

XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 13/2001, um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis.
11. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 2. mgr. 4. gr. og 4. mgr. 7. gr. laganna, og í stað orðsins „Hafrannsóknastofnun“ í 3. mgr. 24. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Haf- og vatnarannsóknir.

XII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda.
12. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnun“ í 5. gr. laganna, og í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 1. mgr. 9. gr. og 1. mgr. 24. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Haf- og vatnarannsóknir.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 58/2006, um fiskrækt.
13. gr.

    Í stað orðsins „Veiðimálastofnunar“ í 2. mgr. 4. gr., 6. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum.

14. gr.

    2. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar fimm manna fisksjúkdómanefnd: einn samkvæmt tilnefningu Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, tvo samkvæmt tilnefningu Haf- og vatnarannsókna og skal annar vera sérfróður um ferskvatnsfiska en hinn um sjávardýr og einn samkvæmt tilnefningu Fiskistofu og yfirdýralækni, sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar.

15. gr.

     Í stað orðsins „Veiðimálastofnun“ í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsóknir.

XV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði.
16. gr.

     Í stað orðsins „Veiðimálastofnunar“ í 2. mgr. 11. gr., 1. mgr. 16. gr., tvívegis í 1. mgr. og í 4. mgr. 17. gr., 1. og 3. mgr. 18. gr., 2. mgr. 19. gr., 2. mgr. 20. gr., 2. mgr. 21. gr., 1. og 2. mgr. 24. gr., 25. gr., 3. mgr. 27. gr., 3., 5. og 6. mgr. 28. gr., 2. mgr. 29. gr., 3. mgr. 30. gr., 2. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 34. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna; og í stað orðanna „Veiðimálastofnun safnar“ í 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsóknir safna.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
17. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ þrívegis í 1. mgr. 3. gr. og í 3. mgr. 11. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna; og í stað orðanna „Hafrannsóknastofnun sem fylgist með tilrauninni og birtir“ í ákvæði til bráðabirgða I í lögunum kemur: Haf- og vatnarannsóknir sem fylgjast með tilrauninni og birta.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi.
18. gr.

     Í stað orðanna „Veiðimálastofnunar og Hafrannsóknastofnunar“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: og Haf- og vatnarannsókna.

19. gr.

    Í stað orðanna „Veiðimálastofnunar, Hafrannsóknastofnunar“ í 5. gr., 1. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 7. gr., orðsins „Hafrannsóknastofnun“ í 1. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 10. gr., orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 1. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 10. gr., orðanna „Veiðimálastofnunar og Hafrannsóknastofnunar“ í 1. mgr. 12. gr., og orðanna „Hafrannsóknastofnunar eða Veiðimálastofnunar“ í 1. mgr. 19. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Haf- og vatnarannsóknir.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 36/2011, um stjórn vatnamála.
20. gr.

    Orðið „Veiðimálastofnun“ í 2. mgr. 9. gr. laganna fellur brott og í stað orðsins „Hafrannsóknastofnun“ í sömu málsgrein kemur: Haf- og vatnarannsóknum.

21. gr.

    Í stað orðanna „Veiðimálastofnun og Hafrannsóknastofnun“ í 1. og 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: og Haf- og vatnarannsóknir.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2011, um skeldýrarækt.
22. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunar“ í 2. mgr. 5. gr., 6. gr., 2. mgr. 7. gr., 3. mgr. 9. gr. og 17. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

XX. KAFLI

Breyting á lögum nr. 55/2012, um umhverfisábyrgð.

23. gr.

     Í stað orðsins „Veiðimálastofnunar“ í 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsókna.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 60/2013, um náttúruvernd.

24. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 15. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „átta“ í 2. málsl. kemur: sjö.
     b.      Í stað orðanna „Veiðimálastofnun, Hafrannsóknastofnun“ í 3. málsl. kemur: Haf- og vatnarannsóknir.

25. gr.

    Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnun“ í 1. mgr. 39. gr. laganna kemur: Haf- og vatnarannsóknir.

26. gr.

     2. málsl. 4. mgr. 63. gr. laganna orðast svo: Náttúrufræðistofnun Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands og Haf- og vatnarannsóknir tilnefna einn fulltrúa hver og Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins tilnefna sameiginlega einn fulltrúa.

XXII. KAFLI

Gildistaka.

27. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2016.