Ferill 341. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 419  —  341. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um styrki
eða niðurgreiðslur til fjölmiðla.

Frá Heiðu Kristínu Helgadóttur.


     1.      Hefur ráðherra eða ráðuneyti hans skoðað möguleika á því að veita fjölmiðlum styrki eða niðurgreiðslur til að tryggja fjölbreytileika og koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, líkt og gert er víða í Evrópu, m.a. í ríkjum annars staðar á Norðurlöndum?
     2.      Hver er skoðun ráðherra á slíkum niðurgreiðslum eða styrkjum til handa fjölmiðlum?


Skriflegt svar óskast.