Ferill 349. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 433  —  349. mál.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum.

Frá Willum Þór Þórssyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við þeirri umræðu sem hefur farið fram um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum?
     2.      Hvaða reglur gilda um notkun efna eins og gúmmíkurls á leik- og íþróttavöllum og áhrif þeirra á heilsu og umhverfi manna?
     3.      Hvernig er eftirliti Umhverfisstofnunar háttað með notkun efna eins og gúmmíkurls á leik- og íþróttavöllum?
     4.      Mun ráðherra beina því til Umhverfisstofnunar að yfirfara reglur um notkun efna á leik- og íþróttavöllum?
     5.      Mun ráðherra beina því til Umhverfisstofnunar að gefa út tilmæli um að notast við hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum?
     6.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum verði alfarið bönnuð?